Íslenski boltinn

Víkingar skoruðu sex á KA-menn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Víkingar léku á als oddi í dag.
Víkingar léku á als oddi í dag. vísir/bára

Úrvalsdeildarslagur fór fram í A-deild Lengjubikarsins í dag þegar bikarmeistarar Víkings fengu KA-menn í heimsókn í Víkina.

Skemmst er frá því að segja að lítið jafnræði var með liðunum og Víkingar hreinlega völtuðu yfir Akureyringa.

Víkingar skoruðu þrjú mörk í hvorum hálfleik á meðan KA tókst ekki að skora. Lokatölur því 6-0 fyrir Víkinga þar sem Óttar Magnús Karlsson gerði þrennu en þeir Atli Hrafn Andrason, Viktor Örlygur Andrason og Örvar Eggertsson gerðu eitt mark hver.

Víkingur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki með markatöluna 15-0. KA-menn hafa fjögur stig eftir fjóra leiki. Með sigrinum í dag tryggðu Víkingar sér efsta sæti riðils 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×