Fótbolti

Ari Freyr spilaði í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. vísir/skjáskot
Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á sínum stað í liði Oostende þegar liðið fékk Genk í heimsókn í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Oostende komst óvænt yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki Fashion Sakala en á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Louis Verstraete, liðsfélagi Ara að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Róðurinn var því þungur í síðari hálfleik og gestirnir í Genk nýttu sér liðsmuninn og breyttu stöðunni í 4-1 á fyrstu 25 mínútum síðari hálfleiks.

Oostende náði að minnka muninn í 4-2 áður en leikurinn var úti og urðu það lokatölur leiksins.

Ari Freyr og félagar í næstneðsta sæti deildarinnar með 22 stig eftir 29 leiki. 
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×