Fótbolti

Át minnisblaðið frá knattspyrnustjóranum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Badou Ndiaye lætur vaða á markið í leik með Trabzonspor á móti Besiktas.
Badou Ndiaye lætur vaða á markið í leik með Trabzonspor á móti Besiktas. Getty/Ulrik Pedersen
Taktík í knattspyrnuleikjum er aldrei mikilvægari en í dag og hitti knattspyrnustjórar á réttu taktíkina er það líklegt til að ráða úrslitum í leikjum sama hver mótherjinn er. Það er því mikilvægt að mótherjarnir komist ekki yfir þessar viðkvæmu upplýsingar.

Leikmaður Trabzonspor í tyrknesku deildinni passaði vel upp á það að mótherjar hans fengu aldrei að sjá minnisblaðið sem hann fékk frá knattspyrnustjóranum sínum í miðjum leik.

Badou Ndiaye er 29 ára senegalskur miðjumaður sem kom til Trabzonspor í janúar á láni frá Stoke City.

Í leik á móti Gaziantep um helgina þá fékk Badou Ndiaye minnisblað frá stjóranum í miðjum leik. Knattspyrnustjóri liðsins er inn fertugi Hüseyin Cimsir sem spilaði sjálfur líka inn á miðjunni allt þar til að skórnir fóru upp á hillu fyrir sjö árum.







Badou Ndiaye las það sem var á miðanum en svo hélt leikurinn áfram og Badou Ndiaye þurfti að gera eitthvað við miðanna.

Hann var hins vegar ekki tilbúinn að kasta honum frá sér á grasið þar sem mótherjarnir gátu tekið hann upp.

Það virtust þó vera nokkrar aðrar leiðir í boði. Hann hefði getað stungið miðanum niður í stuttbuxurnar eða rifið miðan niður. Eina leiðin að hans mati var að stinga minnisblaðinu upp í sig og kyngja. Það gerði líka Badou Ndiaye eins og sjá má hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×