Fótbolti

75 ára afi skoraði í opinberum fótboltaleik um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ezzeldin Bahader var umkringdur blaðamönnum eftir leikinn.
Ezzeldin Bahader var umkringdur blaðamönnum eftir leikinn. Skjámynd/trtspor
Það er alltaf góð byrjun að skora í fyrsta leik og hvað þá þegar þú ert 75 ára gamall.

75 ára gamall Egypti er að sýnt það og sanna að það er aldrei of seint að byrja í boltanum.

Ezzeldin Bahader hefur sett stefnuna á það að vera elsti atvinnumaður heims í fótbolta. Hann þarf að spila tvo heila leiki til að komast í heimsmetabók Guinness.

Ezzeldin Bahader byrjaði vel því hann skoraði í fyrsta leiknum sínum um helgina.





Ezzeldin Bahader skoraði þá fyrir C-deildarliðið 8. október en markið hans kom af vítapunktinum í 1-1 jafntefli á móti Genius.

Bahader er fjögurra barna faðir og á sex barnabörn. Hann eignaðist heimsmet i leikslok.

„Ég varð í dag elsti atvinnumaðurinn til að skora fótboltamark í opinberum leik,“ sagði Ezzeldin Bahader eftir leikinn.

„Þessu náði ég á síðustu mínútu í leik sem ég hélt að ég myndi aldrei spila. Ég var meiddur og það eina sem ég vonaði var að klára þessar 90 mínútur og spila næsta leik líka,“ sagði Bahader.





Næsti leikur Bahader er 21. mars næstkomandi. Spili hann líka 90 mínútur í þeim leik þá fær hann sinn sess í heimsmetamót Guinness.

Gamla metið á Ísraelsmaðurinn Isaak Hayik sem var 73 ára og 95 daga gamall þegar hann spilaði í marki með liði Ironi Or Yehuda.

Þjálfari hans, Ahmed Abdel Ghany, er staðráðinn í að hjálpa leikmanni sínum inn í heimsmetabókina. „Það væri mjög gott fyrir Egyptaland að eiga einn í heimsmetabók Guinness og líka fyrir okkur að hafa hann í 6. október liðinu,“ sagði Ahmed Abdel Ghany eftir leikinn.

Ezzeldin Bahader hefur ekki aðeins æft með liðinu til að koma sér í form því hann er einnig að æfa hjá einkaþjálfara heima hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×