Fótbolti

Síðari leikur Bayern og Chelsea lík­lega spilaður fyrir luktum dyrum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frank Lampard og hans menn þurfa þá ekki að berjast við þýsku stuðningsmennina á pöllunum.
Frank Lampard og hans menn þurfa þá ekki að berjast við þýsku stuðningsmennina á pöllunum. vísir/getty
Christian Falk, yfirmaður þýska dagblaðsins Bild, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að líklegt sé að leikur Bayern og Chelsea í Meistaradeildinni fari fram fyrir luktum dyrum.

Kórónuveiran er að hafa áhrif á íþróttir eins og allt daglegt líf en í gær frestuðu Ítalir öllum íþróttaviðburðum þangað til 3. apríl.

Falk greinir frá því að síðari leikur Chelsea og Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku fari væntanlega fram fyrir luktum dyrum.

Bayern vann fyrri leikinn 3-0 og er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram 18. mars, það er að segja miðvikudaginn eftir rúma viku.

Sömu sögu má segja af leik Eintracht Frankfurt og Basel sem mætast í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×