Skoða upptöku „veðurviðvarana“ í baráttu við veiruna Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 14:27 Frá upplýsingafundi dagsins. vísir/sigurjón Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. Ástand faraldursins í landinu yrði þannig sett fram sem lituð viðvörun og sér Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir sér að með þessu væri hægt að gefa út veiruviðvaranir á afmarkaða landshluta. Á upplýsingafundi dagsins sagði Víðir að kallað hafi verið eftir því að skapa fyrirsjáanleika í viðbrögðum hins opinbera við kórónuveirufaldrinum. Það myndi gagnast mörgum hópum vel, til að mynda atvinnulífinu, viðburðahöldurum og skólum svo einhver séu nefnd. Í því samhengi nefndi Víðir að til skoðunar sé að útbúa stigskiptingu ástandsins á hverjum tíma. Horft væri til þess að taka upp litakóða, innan hvers þess stigs sem almannavarnir reiða sig á nú þegar; eins og hættustigs og óvissustigs. Þessi litakóði yrði þannig svipaður og þekkist í veðrinu. Það myndi gefa almannavörnum færi á að gefa út litakóðaðar viðvaranir, jafnvel eftir landshlutum, út frá ástandinu á hverjum tíma. Þannig geti fólk, án þess að þörf sé á því að breyta þeim reglum og viðurlögum sem eru í gildi, hagað eigin aðgerðum eftir því hvaða viðvörun gildir þá stundina. Víðir segir að þess konar kerfi væri ætlað að tvinna saman kröfur um sóttvarnir og óskir um að lifa í opnu og frjálsu samfélagi. Til þess að svo geti orðið þurfi jafnframt að huga að upplýsingaflæðinu og sjá til þess að allt sé skýrt og einfalt. Það sé til þess fallið að draga úr upplýsingaóreiðu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Meðal þess sem horft er til í baráttu landsmanna við veiruna er að taka upp nýtt viðvörunarkerfi, ekki ósvipað því og þekkist í veðurfréttum. Ástand faraldursins í landinu yrði þannig sett fram sem lituð viðvörun og sér Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fyrir sér að með þessu væri hægt að gefa út veiruviðvaranir á afmarkaða landshluta. Á upplýsingafundi dagsins sagði Víðir að kallað hafi verið eftir því að skapa fyrirsjáanleika í viðbrögðum hins opinbera við kórónuveirufaldrinum. Það myndi gagnast mörgum hópum vel, til að mynda atvinnulífinu, viðburðahöldurum og skólum svo einhver séu nefnd. Í því samhengi nefndi Víðir að til skoðunar sé að útbúa stigskiptingu ástandsins á hverjum tíma. Horft væri til þess að taka upp litakóða, innan hvers þess stigs sem almannavarnir reiða sig á nú þegar; eins og hættustigs og óvissustigs. Þessi litakóði yrði þannig svipaður og þekkist í veðrinu. Það myndi gefa almannavörnum færi á að gefa út litakóðaðar viðvaranir, jafnvel eftir landshlutum, út frá ástandinu á hverjum tíma. Þannig geti fólk, án þess að þörf sé á því að breyta þeim reglum og viðurlögum sem eru í gildi, hagað eigin aðgerðum eftir því hvaða viðvörun gildir þá stundina. Víðir segir að þess konar kerfi væri ætlað að tvinna saman kröfur um sóttvarnir og óskir um að lifa í opnu og frjálsu samfélagi. Til þess að svo geti orðið þurfi jafnframt að huga að upplýsingaflæðinu og sjá til þess að allt sé skýrt og einfalt. Það sé til þess fallið að draga úr upplýsingaóreiðu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. 20. ágúst 2020 13:45