Innlent

Ólafur Helgi yfir í dóms­mála­ráðu­neytið

Sylvía Hall skrifar
Ólafur Helgi mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót.
Ólafur Helgi mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót. Vísir/Vilhelm

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 

Grímur Hergeirsson mun verða tímabundið settur í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum frá 1. september til 1. nóvember og Margrét Kristín Pálsdóttir lögfræðingur mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra embættisins á sama tímabili.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem segir að flutningurinn muni gefa ráðuneytinu og lögreglu færi á að nýta sérþekkingu og reynslu Ólafs Helga á sviði landamæravörslu næstu árin, þá sérstaklega þegar kemur að Schengen samstarfinu.

Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga á Suðunesjum undanfarið en Ólafur Helgi átti þrjú ár eftir í embætti. Hann verður 67 ára í haust og verður reglum samkvæmt af láta af störfum þegar hann er sjötugur.

Greint var frá því í fréttum í sumar að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði rætt við Ólaf Helga að hann myndi láta af störfum. 

Í svari hennar til fréttastofu í júlí sagði hún málið vera til meðferðar og unnið væri að lausn svo starfsemi embættisins yrði áfram sinnt með eðlilegum hætti.


Tengdar fréttir

Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×