Viðskipti innlent

Þrot­a­bú Brún­eggj­a vill tíu millj­ón­ir frá eigandanum

Samúel Karl Ólason skrifar
Eigendur Brúneggja óskuðu eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2017, eftir að umfjöllun um slæman aðbúnað hænsna fyrirtækisins birtist í Kastljósi í lok árs 2016.
Eigendur Brúneggja óskuðu eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2017, eftir að umfjöllun um slæman aðbúnað hænsna fyrirtækisins birtist í Kastljósi í lok árs 2016. Vísir/Getty

Þrotabú Brúneggja hefur krafið Kristinn Gylfa Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra og eiganda eggjabúsins, um tíu milljónir króna. Það er vegna láns sem Brúnegg veitti fjárfestingafélaginu Geysi skömmu fyrir gjaldþrot Brúneggja. Geysir er í eigu Kristins og er einnig í gjaldþrotameðferð, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Eigendur Brúneggja óskuðu eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2017, eftir að umfjöllun um slæman aðbúnað hænsna fyrirtækisins birtist í Kastljósi í lok árs 2016.

Nánast öll eggjasala fyrirtækisins stöðvaðist strax eftir umfjöllunina.

Í frétt Fréttablaðsins segir að lánið umdeilda hafi verið veitt í nóvember 2016, skömmu fyrir sýningu áðurnefnds þáttar. Haft er eftir Helga Birgissyni, lögmanni þrotabúsins, að ágreiningurinn standi um lögmæti lánsins og hvort Kristinn beri persónulega ábyrgð á því.

Samkvæmt lögum um einkahlutafélög eru ströng skilyrði um lán á milli skyldra aðila.

Helgi segir þó að mögulega finnist sáttir í málinu og að málarekstri hafi verið frestað í gær vegna þeirra viðræðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×