Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. ágúst 2020 19:42 Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Félagið fær ríkisábyrgð á láni er nemur allt að sextán og hálfum millarði króna. Stjórnvöld höfðu þegar gefið vilyrði fyrir lánalínu með ríkisábyrgð. Í dag var tilkynnt um að ákvörðun lægi fyrir um að veita slíka lánalínu, að fjárhæð allt að hundrað og tuttugu milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um sextán og hálfum milljarði króna á núverandi gengi. Ábyrgðin er meðal annars háð skilyrði um samþykki Alþingis og mun nema 90 prósentum af lánsfjárhæð. „Við settum fram á sínum tíma skilyrði fyrir því að ríkið ætti einhverja aðkomu að fjárhagserfiðleikum félagsins og þessi skilyrði hafa verið að tínast inn hvert á eftir öðru þannig að það var kominn tími til að skýra það með hvaða hætti við ætluðum að standa við áður gefin orð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Aðspurður segir erfitt að segja til um það hversu lengi þessi ráðstöfun komi til með að duga til að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. „Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að þessi fjárhagslega endurskipulagning, að því gefnu að hlutafjárútboðið heppnist og gangi eftir eins og gert er ráð fyrir, muni tryggja félagin nægilegt fjármagn til að standa í töluvert langan tíma, við erum að tala um að minnsta kosti tvö ár eða svo.“ Ekki er stefnt að því að ríkið eignist hlut í félaginu. „Við fórum inn í þessa vinnu með ákveðin leiðarljós, meðal annars að okkur finnist mikilvægt að hér á landi sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Að hér á landi sé flugfélag sem geti tekið þátt í efnahagslegri viðspyrnu að loknum faraldri en líka með það að markmiði að við værum að gera þetta með þeim hætti að það væri sem minnst áhætta hvað varðar almannafé og við teljum að sú leið sem við förum í þessu verkefni sé þannig,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Tengdar fréttir Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43 Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Félagið fær ríkisábyrgð á láni er nemur allt að sextán og hálfum millarði króna. Stjórnvöld höfðu þegar gefið vilyrði fyrir lánalínu með ríkisábyrgð. Í dag var tilkynnt um að ákvörðun lægi fyrir um að veita slíka lánalínu, að fjárhæð allt að hundrað og tuttugu milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um sextán og hálfum milljarði króna á núverandi gengi. Ábyrgðin er meðal annars háð skilyrði um samþykki Alþingis og mun nema 90 prósentum af lánsfjárhæð. „Við settum fram á sínum tíma skilyrði fyrir því að ríkið ætti einhverja aðkomu að fjárhagserfiðleikum félagsins og þessi skilyrði hafa verið að tínast inn hvert á eftir öðru þannig að það var kominn tími til að skýra það með hvaða hætti við ætluðum að standa við áður gefin orð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Aðspurður segir erfitt að segja til um það hversu lengi þessi ráðstöfun komi til með að duga til að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. „Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að þessi fjárhagslega endurskipulagning, að því gefnu að hlutafjárútboðið heppnist og gangi eftir eins og gert er ráð fyrir, muni tryggja félagin nægilegt fjármagn til að standa í töluvert langan tíma, við erum að tala um að minnsta kosti tvö ár eða svo.“ Ekki er stefnt að því að ríkið eignist hlut í félaginu. „Við fórum inn í þessa vinnu með ákveðin leiðarljós, meðal annars að okkur finnist mikilvægt að hér á landi sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Að hér á landi sé flugfélag sem geti tekið þátt í efnahagslegri viðspyrnu að loknum faraldri en líka með það að markmiði að við værum að gera þetta með þeim hætti að það væri sem minnst áhætta hvað varðar almannafé og við teljum að sú leið sem við förum í þessu verkefni sé þannig,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Tengdar fréttir Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43 Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33
Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43
Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43