Samanlagt tjón RARIK og Landsnets tæpar 800 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 15:15 Fjöldi rafmagnsstaura brotnaði á Norðurlandi í óveðrinu sem þar gekk yfir í desember. vísir/egill Tjón RARIK vegna annars vegar óveðursins í desember og hins vegar óveðursins síðastliðinn föstudag nemur samtals um 300 milljónum króna. Tjón Landsnets vegna óveðursins í desember hleypur á 350 til 400 milljónum króna en tjón fyrirtækisins vegna lægðagangs og storma í janúar og febrúar nemur alls um 80 milljónum króna. Samanlagt tjón fyrirtækjanna nemur því um 780 milljónum króna. Á Sprengisandi á Bylgjunni um helgina ræddu þeir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, það tjón sem fyrirtækin hafa orðið fyrir í lægðum vetrarins. Eins og flestum er eflaust í fersku minni gekk mikið óveður yfir landið 10. og 11. desember síðastliðinn sem olli miklu tjóni á raforkukerfinu. Fjöldi heimila og fyrirtækja voru þannig rafmagnslaus dögum saman. Tjón fyrirtækjanna vegna veðursins í desember er töluvert. „Hjá Landsneti erum við búin að skjóta á það. Viðgerðarkostnaður og með díselvélakeyrslu þá er það svona á bilinu 350 til 400 milljónir,“ sagði Nils. „Hjá okkur voru þetta svona um 200 milljónir. En að hluta til erum við að fresta því að fara í viðgerðir og erum að flýta fjárfestingum á þessu ári. Það var ákveðið að flýta fjárfestingum á Norðurlandi um 230 milljónir og taka þá stóran hluta af því sem fór verst í desember í jarðstrengi. Það er reyndar búið að leggja eitthvað, við munum halda áfram að leggja eftir því sem hægt er í vetur og síðan í sumar,“ sagði Tryggvi. Heildartjón RARIK og Landsnets vegna óveðursins í desember er því um 600 milljónir króna. Í óveðrinu sem varð síðan síðastliðinn föstudag var tjón RARIK tæplega 100 milljónir króna að því er Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, greindi frá í samtali við RÚV. Alls urðu 5.600 heimili og fyrirtæki rafmagnslaus en um 100 rafmagnsstaurar brotnuðu í storminum. Til samanburðar brotnuðu 140 staurar RARIK í óveðrinu í desember. Vísir sendi fyrirspurn til Landsnets og spurði út í tjón fyrirtækisins vegna óveðursins síðastliðinn föstudag. Í svari frá Steinunni Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, kemur fram að búið sé að taka kostnaðinn vegna viðgerða á flutningsvirkjum gróflega saman fyrir bæði janúar og febrúar. Kostnaðurinn í janúar var 30 milljónir króna og nú í febrúar er hann kominn upp í 50 milljónir króna. Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Tjón RARIK vegna annars vegar óveðursins í desember og hins vegar óveðursins síðastliðinn föstudag nemur samtals um 300 milljónum króna. Tjón Landsnets vegna óveðursins í desember hleypur á 350 til 400 milljónum króna en tjón fyrirtækisins vegna lægðagangs og storma í janúar og febrúar nemur alls um 80 milljónum króna. Samanlagt tjón fyrirtækjanna nemur því um 780 milljónum króna. Á Sprengisandi á Bylgjunni um helgina ræddu þeir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, það tjón sem fyrirtækin hafa orðið fyrir í lægðum vetrarins. Eins og flestum er eflaust í fersku minni gekk mikið óveður yfir landið 10. og 11. desember síðastliðinn sem olli miklu tjóni á raforkukerfinu. Fjöldi heimila og fyrirtækja voru þannig rafmagnslaus dögum saman. Tjón fyrirtækjanna vegna veðursins í desember er töluvert. „Hjá Landsneti erum við búin að skjóta á það. Viðgerðarkostnaður og með díselvélakeyrslu þá er það svona á bilinu 350 til 400 milljónir,“ sagði Nils. „Hjá okkur voru þetta svona um 200 milljónir. En að hluta til erum við að fresta því að fara í viðgerðir og erum að flýta fjárfestingum á þessu ári. Það var ákveðið að flýta fjárfestingum á Norðurlandi um 230 milljónir og taka þá stóran hluta af því sem fór verst í desember í jarðstrengi. Það er reyndar búið að leggja eitthvað, við munum halda áfram að leggja eftir því sem hægt er í vetur og síðan í sumar,“ sagði Tryggvi. Heildartjón RARIK og Landsnets vegna óveðursins í desember er því um 600 milljónir króna. Í óveðrinu sem varð síðan síðastliðinn föstudag var tjón RARIK tæplega 100 milljónir króna að því er Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, greindi frá í samtali við RÚV. Alls urðu 5.600 heimili og fyrirtæki rafmagnslaus en um 100 rafmagnsstaurar brotnuðu í storminum. Til samanburðar brotnuðu 140 staurar RARIK í óveðrinu í desember. Vísir sendi fyrirspurn til Landsnets og spurði út í tjón fyrirtækisins vegna óveðursins síðastliðinn föstudag. Í svari frá Steinunni Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, kemur fram að búið sé að taka kostnaðinn vegna viðgerða á flutningsvirkjum gróflega saman fyrir bæði janúar og febrúar. Kostnaðurinn í janúar var 30 milljónir króna og nú í febrúar er hann kominn upp í 50 milljónir króna.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira