Fótbolti

Rúnar Alex með Dijon af fallsvæðinu

Sindri Sverrisson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson hafði í nógu að snúast í kvöld.
Rúnar Alex Rúnarsson hafði í nógu að snúast í kvöld. vísir/getty

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon vel í kvöld þegar liðið náði í mikilvægt stig í baráttunni um að bjarga sér frá falli úr frönsku 1. deildinni í fótbolta.

Dijon gerði 1-1 jafntefli við Monaco sem er í 5. sæti deildarinnar og í baráttu um Meistaradeildarsæti. Mama Baldé kom Dijon yfir á 56. mínútu en Guillermo Maripán jafnaði metin á 79. mínútu. Fyrr í leiknum hafði Rúnar Alex séð meðal annars við tilraunum Islam Slimani og Wissam Ben Yedder til að skora.





Dijon hefur gert jafntefli í síðustu þremur deildarleikjum sínum en Rúnar Alex hefur spilað þá alla. Hann kom inn í markið í hálfleik gegn Nantes í 3-3 jafntefli 8. febrúar, vegna meiðsla Alfred Gomis.

Dijon er nú með 27 stig og komið úr fallsæti sem stendur, en liðið er jafnt Nimes sem er í 18. sæti. Liðið sem endar í 18. sæti fer í umspil við lið úr 2. deild um að spila í 1. deild á næstu leiktíð. Dijon er sömuleiðis aðeins stigi á eftir næstu liðum, Metz og Saint-Etienne. Monaco er hins vegar í 5. sæti með 39 stig, tveimur stigum á eftir Rennes og fjórum stigum á eftir Lille.


Tengdar fréttir

Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega

Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×