„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.Þórunn er einnig sviðstjóri hjá Landgræðslunni. Landgræðslan. „Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira