Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Stefán Ó. Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 23. febrúar 2020 15:45 Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku. Vísir/vilhelm Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku vegna yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Í fjölda grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti skólabarna þurfti að sitja heima meðan skólastofur þeirra voru ekki þrifnar. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla, en þar koma bekkjardeildir í skólann tvo daga í hverri skorpu. Börnunum býðst þó áfram að hreyfa sig. Reglulega sund- og íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundatöflu, án þess þó að gerð sé krafa um mætingu. „Það er bara samkvæmt stundatöflunni þeirra. Ef að þú áttir tíma klukkan 10:10 þá kannski getur þú komið í íþróttatíma og átt þar 70 mínútur og svo þarftu bara að fara heim aftur.“ Þá er hætt við að Öskudagurinn næstkomandi miðvikudag sé í uppnámi, sem Örn segir börnin hafa miklar áhyggjur af. „Það er mikill tilbreytingardagur í skólastarfinu en það er hætt við að það sé í miklu uppnámi, við jafnvel sjáum ekki fyrir það að geta haldið því úti. Það verða bara hefðbundnir skóladagar fyrir þá sem mæta þann dag.“ Fleiri skólar standa frammi fyrir röskun á skólastarfi í næstu viku. Þannig mun aðeins 10. bekkur Réttarholtsskóla mæta í skólann mánudag fram á miðvikudag og þá sjá stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla einnig fram á að þurfa að taka upp veltukerfi frá og með þriðjudegi. Þá eru ótalin áhrif verkfallsins á starfsemi allra 63 leikskóla borgarinnar. Sumum þeirra hefur verið lokað á meðan aðrir geta aðeins haldið úti lágmarksþjónustu. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna, en þeim hefur ekki orðið að ósk sinni. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni, en samninganefndirnar funduðu síðast á miðvikudag. Örn segist vona að deilan leysist sem fyrst. „Heitt og innilega, við þurfum ekki að hugsa til þess,“ segir Örn Halldórsson, skólastjóri Grandaskóla.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16 Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Viðræðuslit Eflingar komu Aldísi mjög á óvart Efling sleit viðræðunum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær . 22. febrúar 2020 14:16
Segja Dag aðeins láta sjá sig þegar hann „fær að sitja einn í sjónvarpsviðtali“ Stéttarfélagið Efling segir ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um tilboð Reykjavíkurborgar í kjaradeilunni við Eflingu villandi. 20. febrúar 2020 11:11
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47