Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 13:30 Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. Dagurinn í dag markar upphaf annarrar viku ótímabundinna verkfallsaðgerða Eflingarstarfsfólks í borginni og er óhætt að segja að aðgerðirnar séu farnar að bíta ansi fast. Skrifstofustjóri Ríkissáttasemjara hefur staðfest að ekki hafi verið boðað til nýs fundar. Samninganefnd Eflingar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og borgarstjóra í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin hafi stigið fram með nýtt og endurbætt útspil í viðræðunum. Á þessum forsendum óski samninganefnd Eflingar eftir frekari viðræðum.Sjá nánar: Efling býður til viðræðna Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að verkfallið bitni verst á viðkvæmum hópum í borginni. Skóla-og frístundasvið hafi fengið mörg símtöl frá ráðþrota foreldrum. „Þetta er náttúrulega mjög sárt en við höfum gert hvað við getum miðað við þá mönnun í hverjum og einum leikskóla að stuðla að því að þetta komi jafnt niður á öllum að allir séu að bera sambærilegar byrðar en vissulega er það þannig að margir eru komnir í mjög þrönga stöðu gagnvart sínum vinnuveitendum, það er alveg óumdeilt. Þannig er það.“ Helgi segir að verkfallið komi einna verst niður á foreldrum með lítið bakland, einstæðum foreldrum, foreldrum fatlaðra barna og innflytjendum. „Það má segja að það séu bæði einstæðir foreldrar sem hafa lítið bakland, það eru foreldrar sem eiga börn sem kljást við fötlun og hafa ekki sterkt bakland.“ Hlutfall Eflingarstarfsfólks er hæst í Breiðholti og því kemur verkfallið því illa niður á foreldrum leikskólabarna í Breiðholti. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku.Vísir/vilhelm Helgi kveðst hafa minni áhyggjur af grunnskólum borgarinnar enda séu færri starfsmenn Eflingar sem þar starfi en verkfallið hefur þó og mun áfram hafa nokkur áhrif á grunnskólana. „Í ellefu grunnskólum er ræstingu að hluta eða öllu leyti sinnt af starfsfólki Eflingar og það er mishátt stöðuhlutfall. Í Réttarholtsskóla er öll ræsting skólans unnin af starfsfólki Eflingar á meðan að í fjórum skólum er [hlutfall starfsfólks Eflingar sem sér um ræstingar] innan við hálft stöðugildi og ræstir því aðeins lítinn hluta af skólahúsnæðinu.“ Útlit er fyrir að skólastjórnendur þurfi í auknum mæli að grípa til veltukerfis til að mæta verkföllunum. „Fólkið í Réttarholtsskóla hefur sett upp veltukerfi, í dag er til dæmis tíundi bekkur við nám í skólanum á meðan níundi og áttundi bekkur er í fjarnámi þannig að þau eru í rauninni að skiptast á með staðlotur og fjarnám í Réttarholtsskóla. Veltukerfið byrjaði líka í Grandaskóla í síðustu viku þar sem hluti nemendahópsins var við nám í skólanum en aðrir voru heima. Síðar í vikunni þarf að setja upp veltukerfi í Vogaskóla og í Hamraskóla en við gerum ekki ráð fyrir að verkfallið muni hafa frekari áhrif í grunnskólum hvað varðar ræstinguna en sums staðar höfum við þurft að draga úr mötuneytisþjónustu þar sem starfsfólk Eflingar er í eldhúsinu og þar koma bæði nemendur og starfsfólk með nesti í skólann.“ Helgi bendir á að áhrif verkfalla á grunnskóla borgarinnar verði mun meiri þegar félagsmenn BSRB og Sameykis leggja niður störf 9. mars. Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. 23. febrúar 2020 18:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. Dagurinn í dag markar upphaf annarrar viku ótímabundinna verkfallsaðgerða Eflingarstarfsfólks í borginni og er óhætt að segja að aðgerðirnar séu farnar að bíta ansi fast. Skrifstofustjóri Ríkissáttasemjara hefur staðfest að ekki hafi verið boðað til nýs fundar. Samninganefnd Eflingar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og borgarstjóra í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin hafi stigið fram með nýtt og endurbætt útspil í viðræðunum. Á þessum forsendum óski samninganefnd Eflingar eftir frekari viðræðum.Sjá nánar: Efling býður til viðræðna Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að verkfallið bitni verst á viðkvæmum hópum í borginni. Skóla-og frístundasvið hafi fengið mörg símtöl frá ráðþrota foreldrum. „Þetta er náttúrulega mjög sárt en við höfum gert hvað við getum miðað við þá mönnun í hverjum og einum leikskóla að stuðla að því að þetta komi jafnt niður á öllum að allir séu að bera sambærilegar byrðar en vissulega er það þannig að margir eru komnir í mjög þrönga stöðu gagnvart sínum vinnuveitendum, það er alveg óumdeilt. Þannig er það.“ Helgi segir að verkfallið komi einna verst niður á foreldrum með lítið bakland, einstæðum foreldrum, foreldrum fatlaðra barna og innflytjendum. „Það má segja að það séu bæði einstæðir foreldrar sem hafa lítið bakland, það eru foreldrar sem eiga börn sem kljást við fötlun og hafa ekki sterkt bakland.“ Hlutfall Eflingarstarfsfólks er hæst í Breiðholti og því kemur verkfallið því illa niður á foreldrum leikskólabarna í Breiðholti. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku.Vísir/vilhelm Helgi kveðst hafa minni áhyggjur af grunnskólum borgarinnar enda séu færri starfsmenn Eflingar sem þar starfi en verkfallið hefur þó og mun áfram hafa nokkur áhrif á grunnskólana. „Í ellefu grunnskólum er ræstingu að hluta eða öllu leyti sinnt af starfsfólki Eflingar og það er mishátt stöðuhlutfall. Í Réttarholtsskóla er öll ræsting skólans unnin af starfsfólki Eflingar á meðan að í fjórum skólum er [hlutfall starfsfólks Eflingar sem sér um ræstingar] innan við hálft stöðugildi og ræstir því aðeins lítinn hluta af skólahúsnæðinu.“ Útlit er fyrir að skólastjórnendur þurfi í auknum mæli að grípa til veltukerfis til að mæta verkföllunum. „Fólkið í Réttarholtsskóla hefur sett upp veltukerfi, í dag er til dæmis tíundi bekkur við nám í skólanum á meðan níundi og áttundi bekkur er í fjarnámi þannig að þau eru í rauninni að skiptast á með staðlotur og fjarnám í Réttarholtsskóla. Veltukerfið byrjaði líka í Grandaskóla í síðustu viku þar sem hluti nemendahópsins var við nám í skólanum en aðrir voru heima. Síðar í vikunni þarf að setja upp veltukerfi í Vogaskóla og í Hamraskóla en við gerum ekki ráð fyrir að verkfallið muni hafa frekari áhrif í grunnskólum hvað varðar ræstinguna en sums staðar höfum við þurft að draga úr mötuneytisþjónustu þar sem starfsfólk Eflingar er í eldhúsinu og þar koma bæði nemendur og starfsfólk með nesti í skólann.“ Helgi bendir á að áhrif verkfalla á grunnskóla borgarinnar verði mun meiri þegar félagsmenn BSRB og Sameykis leggja niður störf 9. mars.
Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. 23. febrúar 2020 18:48 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. 23. febrúar 2020 18:48