„Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2020 22:45 Reiknað er með því að fólkið verði í sóttkví í tvær vikur. Aðsend - Vísir/AP Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. Sjö Íslendingar eru á meðal þeirra gesta sem eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife eftir að ítalskur læknir sem dvaldi þar greindist með veiruna. „Þau eru lokuð á hótelinu en hafa aðgang að öllum garðinum og geta raunar spásserað þar eins og þau vilja. Svo fara þau öll í blóðprufur og þær eru allar sendar til Madrídar. Þá er fólk bara í þessum sundlaugagarði og á þessu hóteli, sem er reyndar alveg geggjað hótel og frábær garður.“ Leggja áherslu á að fólk sé rólegt Sigvaldi, sem er eflaust betur þekktur sem Svali, segir að öll tilmæli frá yfirvöldum miði að því að fólk haldi ró sinni og sé ekki að hafa óþarfa áhyggjur, þó ástandið sé vissulega alvarlegt. „Fólkið hérna er mjög rólegt. Ég held að það finni líka bara hvernig allt er hérna, það eru engin læti, það er ekkert panick, það er enginn úti á götum með grímur eða neitt svoleiðis.“ „Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er bara svona og gæti verið verri staður til að vera fastur á. Þetta er mikið betra en helvítis skemmtiferðaskipið, þar sem fólk húkir inn í káetu. Þarna ertu með sundlaugagarðinn og þú ert með barinn og hlaðborðið og allt draslið.“ Svali segir það koma sér smá á óvart hversu lítið hefur í raun verið fjallað um málið í spænskum miðlum. Mikill munur sé á magni umfjöllunar um málið þar úti og hér heima. „Það er ekkert rosa mikið af fréttum af þessu.“ Á ekki að trufla karnivalvikuna Að hans sögn eru allir hvattir til þess að fylgja almennum tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum, sem svipi mikið til þeirra sem hafi verið gefin út hér á landi. „Tilmælin eru meðal annars þau að þvo þér um hendurnar, nota sprittið, ekki kyssa þegar þú heilsar og forðast fólk sem er að hnerra.“ Heimamenn séu þó beðnir um að láta fárið ekki trufla viðburðahald sitt en svokölluð karnivalvika stendur nú yfir á eyjunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. Sjö Íslendingar eru á meðal þeirra gesta sem eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife eftir að ítalskur læknir sem dvaldi þar greindist með veiruna. „Þau eru lokuð á hótelinu en hafa aðgang að öllum garðinum og geta raunar spásserað þar eins og þau vilja. Svo fara þau öll í blóðprufur og þær eru allar sendar til Madrídar. Þá er fólk bara í þessum sundlaugagarði og á þessu hóteli, sem er reyndar alveg geggjað hótel og frábær garður.“ Leggja áherslu á að fólk sé rólegt Sigvaldi, sem er eflaust betur þekktur sem Svali, segir að öll tilmæli frá yfirvöldum miði að því að fólk haldi ró sinni og sé ekki að hafa óþarfa áhyggjur, þó ástandið sé vissulega alvarlegt. „Fólkið hérna er mjög rólegt. Ég held að það finni líka bara hvernig allt er hérna, það eru engin læti, það er ekkert panick, það er enginn úti á götum með grímur eða neitt svoleiðis.“ „Það er ekkert við þessu að gera. Þetta er bara svona og gæti verið verri staður til að vera fastur á. Þetta er mikið betra en helvítis skemmtiferðaskipið, þar sem fólk húkir inn í káetu. Þarna ertu með sundlaugagarðinn og þú ert með barinn og hlaðborðið og allt draslið.“ Svali segir það koma sér smá á óvart hversu lítið hefur í raun verið fjallað um málið í spænskum miðlum. Mikill munur sé á magni umfjöllunar um málið þar úti og hér heima. „Það er ekkert rosa mikið af fréttum af þessu.“ Á ekki að trufla karnivalvikuna Að hans sögn eru allir hvattir til þess að fylgja almennum tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum, sem svipi mikið til þeirra sem hafi verið gefin út hér á landi. „Tilmælin eru meðal annars þau að þvo þér um hendurnar, nota sprittið, ekki kyssa þegar þú heilsar og forðast fólk sem er að hnerra.“ Heimamenn séu þó beðnir um að láta fárið ekki trufla viðburðahald sitt en svokölluð karnivalvika stendur nú yfir á eyjunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14