29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 10:00 Margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins vilja örugglega fá miða á leikinn. Getty/Sefa Karacan Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. Þrír miðasölugluggar eru í gangi fyrir leikinn og sá fyrsti opnar í dag. Miðasalan í dag er aðeins fyrir þá sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020. Þeir geta byrjað að kaupa miða klukkan 12.00. Leikurinn mikilvægi fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020. Ársmiðahafarnir mega þó ekki kaupa meira en fjóra miða hver. 1750 ársmiðar seldust fyrir undankeppni EM 2020 þar af þeir þúsund fyrstu samdægurs og þeir fóru í sölu. Ársmiðahafarnir keyptu miða á alla fimm heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Rétt rúmar fjórar vikur í leikdag! Miðasala á leikinn hefst á miðvikudag kl. 12:00, en þá geta þeir sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020 nælt sér í miða á leikinn gegn Rúmeníu.#fyririslandhttps://t.co/12iL4riS51pic.twitter.com/XDgQ8AuK5r— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2020 Þrjú miðaverð eru í gangi eða miðar sem kosta 3500 krónur, 5500 krónur og 7500 krónur sem eru dýrustu miðarnir. Helmings afsláttur verður í boði fyrir sextán ára og yngri. Annar gluggi miðasölunnar opnar klukkan 12.00 á föstudaginn en hann er fyrir þá sem keyptu haustmiða fyrir undankeppni EM 2020. Almenn miðasala á leikinn hefst síðan ekki fyrr en á hádegi mánudaginn 2. mars. Þá gætu verið fáir miðar eftir nýti allir fyrrnefndir réttinn sinn. Laugardalsvöllurinn tekur 9.775 manns í sæti en hluti af þeim fjölda eru sæti sem fara ekki í sölu. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira
Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. Þrír miðasölugluggar eru í gangi fyrir leikinn og sá fyrsti opnar í dag. Miðasalan í dag er aðeins fyrir þá sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020. Þeir geta byrjað að kaupa miða klukkan 12.00. Leikurinn mikilvægi fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020. Ársmiðahafarnir mega þó ekki kaupa meira en fjóra miða hver. 1750 ársmiðar seldust fyrir undankeppni EM 2020 þar af þeir þúsund fyrstu samdægurs og þeir fóru í sölu. Ársmiðahafarnir keyptu miða á alla fimm heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Rétt rúmar fjórar vikur í leikdag! Miðasala á leikinn hefst á miðvikudag kl. 12:00, en þá geta þeir sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020 nælt sér í miða á leikinn gegn Rúmeníu.#fyririslandhttps://t.co/12iL4riS51pic.twitter.com/XDgQ8AuK5r— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2020 Þrjú miðaverð eru í gangi eða miðar sem kosta 3500 krónur, 5500 krónur og 7500 krónur sem eru dýrustu miðarnir. Helmings afsláttur verður í boði fyrir sextán ára og yngri. Annar gluggi miðasölunnar opnar klukkan 12.00 á föstudaginn en hann er fyrir þá sem keyptu haustmiða fyrir undankeppni EM 2020. Almenn miðasala á leikinn hefst síðan ekki fyrr en á hádegi mánudaginn 2. mars. Þá gætu verið fáir miðar eftir nýti allir fyrrnefndir réttinn sinn. Laugardalsvöllurinn tekur 9.775 manns í sæti en hluti af þeim fjölda eru sæti sem fara ekki í sölu. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Sjá meira