Greindist með kórónuveiru í annað sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 11:35 Íbúar í Osaka með grímur fyrir vitunum fyrr í mánuðinum. Vísir/getty Japönsk kona greindist í gær með kórónuveiru í annað sinn. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. Konan er á fimmtugsaldri, býr í Osaka og hefur starfað sem leiðsögumaður hjá ferðaþjónustufyrirtæki í borginni. Hún greindist með kórónuveiru í gær eftir að hafa fengið hálsbólgu og verið með verki fyrir brjósti. Konan greindist áður með kórónuveiru þann 29. janúar síðastliðinn. Hún var svo útskrifuð af sjúkrahúsi þremur dögum síðar og sýni sem tekin voru úr henni 6. febrúar reyndust neikvæð. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Japanska heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um væri að ræða fyrsta tilfellið þar í landi þar sem sjúklingur hafi jafnað sig af veirunni, verið útskrifaður af spítala og greinst svo aftur með veiruna. Guardian greinir frá því að talið sé að slík tilfelli hafi einnig komið upp í Kína. Haft er eftir Philip Tierno, prófessor við læknadeild New York-háskóla, í frétt Guardian að veiran geti legið einkennalaus í dvala en blossað upp aftur ef hún kemst í tæri við lungun. Þá leggur hann áherslu á að enn sé afar lítið vitað um nýju kórónuveiruna. Fjöldi smitaðra í Japan er nú orðinn 186, auk þeirra 704 sem greindust með veiruna um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Stjórnvöld í höfuðborginni Tókýó hafa fyrirskipað að fjölmennum viðburðum í borginni skuli aflýst næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Japönsk kona greindist í gær með kórónuveiru í annað sinn. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. Konan er á fimmtugsaldri, býr í Osaka og hefur starfað sem leiðsögumaður hjá ferðaþjónustufyrirtæki í borginni. Hún greindist með kórónuveiru í gær eftir að hafa fengið hálsbólgu og verið með verki fyrir brjósti. Konan greindist áður með kórónuveiru þann 29. janúar síðastliðinn. Hún var svo útskrifuð af sjúkrahúsi þremur dögum síðar og sýni sem tekin voru úr henni 6. febrúar reyndust neikvæð. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Japanska heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um væri að ræða fyrsta tilfellið þar í landi þar sem sjúklingur hafi jafnað sig af veirunni, verið útskrifaður af spítala og greinst svo aftur með veiruna. Guardian greinir frá því að talið sé að slík tilfelli hafi einnig komið upp í Kína. Haft er eftir Philip Tierno, prófessor við læknadeild New York-háskóla, í frétt Guardian að veiran geti legið einkennalaus í dvala en blossað upp aftur ef hún kemst í tæri við lungun. Þá leggur hann áherslu á að enn sé afar lítið vitað um nýju kórónuveiruna. Fjöldi smitaðra í Japan er nú orðinn 186, auk þeirra 704 sem greindust með veiruna um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Stjórnvöld í höfuðborginni Tókýó hafa fyrirskipað að fjölmennum viðburðum í borginni skuli aflýst næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58