Sportpakkinn: Hörð barátta um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 16:15 Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 12 stig í sigri á Haukum í gær. Vísir/Bára Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. Valskonur eru áfram með átta stiga forskot á KR og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. KR er góðum málum í öðru sæti með sex stigum meira en næstu lið en baráttan um þriðja og fjórða sætið er mjög hörð. Haukakonum mistókst að bæta stöðu sína verulega þegar þær heimsóttu Keflavík en Keflavíkurkonur hafa rifið sig í gang eftir óvenju langa taphrinu og fögnuðu sínum öðru sigri í röð. Bikarmeistarar Skallagríms unnu líka sinn fyrsta leik eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni en Skallagrímsliðið hafði fyrst steinlegið fyrir Val og svo steinlegið fyrir flensunni sem þýddi að það varð að fresta leik liðsins í síðustu umferð. Arnar Björnsson fór yfir alla leikina í kvennakörfunni í gær og má sjá þá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 23. umferð Domino´s deildar kvenna Snæfell veitti Val harða keppni framan af leik liðanna í Stykkishólmi, skoraði sjö af fyrstu níu stigunum og var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Valur náði fljótlega að jafna og vann 2. leikhlutann 39-17 og 20 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir fylgdi eftir góðum leik gegn Skallagrími og skoraði 20 stig og er þá búin að skora 46 stig í tveimur síðustu leikjum. Amarah Coleman skoraði 24 stig fyrir Snæfell, Emesa Vida 16 stig og tók 10 fráköst. Valur vann tíunda sigurinn í röð, 99-74 og er skrefi nær deildarmeistaratitilinum. Þegar 5 umferðir eru eftir er Valur með 8 stiga forystu á KR.KR varð fyrir mikilli blóðtöku því Hildur Björg Kjartansdóttir spilar ekki með liðinu næstu 6 vikurnar vegna höfuðmeiðsla. Án landsliðskonunnar lenti KR í basli með Breiðablik sem náði 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Fljótlega í öðrum leikhluta var KR komið á beinu brautina og var með 6 stiga forystu í hálfleik. Bilið hélt áfram að breikka, Sanja Orozovic skoraði 28 stig og tók 12 fráköst og Danielle Rodriquez skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Breiðablik skoraði 17 stig í seinni hálfleik, fjórum stigum minna en liðið gerði í 1. leikhluta. 98-68 urðu úrslitin. Danni Williams var í sérflokki hjá Blikum, skoraði 50 af 68 stigum liðsins, tók 15 fráköst og fiskaði 14 villur á KR-inga.Baráttan um næstu sæti er gríðarlega hörð. Keflavík og Haukar voru jöfn að stigum þegar flautað var til leiks í Keflavík. Haukar byrjuðu betur en Keflavík skoraði 10 síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var með 6 stiga forystu að honum loknum. Keflavíkurliðið hitt mjög vel úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna, 8 af 13 skotum þeirra rötuðu rétt leið. Haukar skoruðu 8 þriggja stiga körfur en þurftu til þess að skjóta þrjátíu og einu sinni. Danielle Morillo sá til þess að Keflavík var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 39-36. Hún skoraði 30 stig og tók 18 fráköst. Þegar leið á þriðja leikhlutann náði Keflavík góðum tökum á leiknum og sigraði 79-74 og fylgdi eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 29 stig.Keflavík er einum sigri á undan Haukum og Skallagrími sem eigast við í frestuðum leik á sunnudag. Skallagrímur sótti Grindavík í heim í jöfnum leik þar sem liðin skiptust sextán sinnum á um að hafa forystu. Grindavík var með fjögurra stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta en Skallagrímur skoraði þá 9 stig í röð og vann 10 stiga sigur, 76-66. Keira Robinson skoraði 21 stig og Matthilde Poulsen 19. Emilie Sofie Hesseldal var nálægt þrennunni, skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jordan Reynolds skoraði 19 stig og tók 22 fráköst fyrir Grindavík sem er einum sigri á eftir Breiðabliki í áttunda og neðsta sætinu. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Valur, KR, Keflavík og Skallagrímur unnu sína leiki í 23. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór öll fram í gærkvöld. Arnar Björnsson fór yfir leiki gærkvöldsins. Valskonur eru áfram með átta stiga forskot á KR og vantar aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. KR er góðum málum í öðru sæti með sex stigum meira en næstu lið en baráttan um þriðja og fjórða sætið er mjög hörð. Haukakonum mistókst að bæta stöðu sína verulega þegar þær heimsóttu Keflavík en Keflavíkurkonur hafa rifið sig í gang eftir óvenju langa taphrinu og fögnuðu sínum öðru sigri í röð. Bikarmeistarar Skallagríms unnu líka sinn fyrsta leik eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni en Skallagrímsliðið hafði fyrst steinlegið fyrir Val og svo steinlegið fyrir flensunni sem þýddi að það varð að fresta leik liðsins í síðustu umferð. Arnar Björnsson fór yfir alla leikina í kvennakörfunni í gær og má sjá þá umfjöllun hans hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 23. umferð Domino´s deildar kvenna Snæfell veitti Val harða keppni framan af leik liðanna í Stykkishólmi, skoraði sjö af fyrstu níu stigunum og var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Valur náði fljótlega að jafna og vann 2. leikhlutann 39-17 og 20 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Kiana Johnson var stigahæst í liði Vals, skoraði 28 stig og tók 12 fráköst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir fylgdi eftir góðum leik gegn Skallagrími og skoraði 20 stig og er þá búin að skora 46 stig í tveimur síðustu leikjum. Amarah Coleman skoraði 24 stig fyrir Snæfell, Emesa Vida 16 stig og tók 10 fráköst. Valur vann tíunda sigurinn í röð, 99-74 og er skrefi nær deildarmeistaratitilinum. Þegar 5 umferðir eru eftir er Valur með 8 stiga forystu á KR.KR varð fyrir mikilli blóðtöku því Hildur Björg Kjartansdóttir spilar ekki með liðinu næstu 6 vikurnar vegna höfuðmeiðsla. Án landsliðskonunnar lenti KR í basli með Breiðablik sem náði 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Fljótlega í öðrum leikhluta var KR komið á beinu brautina og var með 6 stiga forystu í hálfleik. Bilið hélt áfram að breikka, Sanja Orozovic skoraði 28 stig og tók 12 fráköst og Danielle Rodriquez skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar. Breiðablik skoraði 17 stig í seinni hálfleik, fjórum stigum minna en liðið gerði í 1. leikhluta. 98-68 urðu úrslitin. Danni Williams var í sérflokki hjá Blikum, skoraði 50 af 68 stigum liðsins, tók 15 fráköst og fiskaði 14 villur á KR-inga.Baráttan um næstu sæti er gríðarlega hörð. Keflavík og Haukar voru jöfn að stigum þegar flautað var til leiks í Keflavík. Haukar byrjuðu betur en Keflavík skoraði 10 síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var með 6 stiga forystu að honum loknum. Keflavíkurliðið hitt mjög vel úr skotum fyrir utan þriggja stiga línuna, 8 af 13 skotum þeirra rötuðu rétt leið. Haukar skoruðu 8 þriggja stiga körfur en þurftu til þess að skjóta þrjátíu og einu sinni. Danielle Morillo sá til þess að Keflavík var með þriggja stiga forystu í hálfleik, 39-36. Hún skoraði 30 stig og tók 18 fráköst. Þegar leið á þriðja leikhlutann náði Keflavík góðum tökum á leiknum og sigraði 79-74 og fylgdi eftir góðum sigri á KR í síðustu umferð. Randi Brown var stigahæst hjá Haukum með 29 stig.Keflavík er einum sigri á undan Haukum og Skallagrími sem eigast við í frestuðum leik á sunnudag. Skallagrímur sótti Grindavík í heim í jöfnum leik þar sem liðin skiptust sextán sinnum á um að hafa forystu. Grindavík var með fjögurra stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta en Skallagrímur skoraði þá 9 stig í röð og vann 10 stiga sigur, 76-66. Keira Robinson skoraði 21 stig og Matthilde Poulsen 19. Emilie Sofie Hesseldal var nálægt þrennunni, skoraði 17 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jordan Reynolds skoraði 19 stig og tók 22 fráköst fyrir Grindavík sem er einum sigri á eftir Breiðabliki í áttunda og neðsta sætinu.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira