Innlent

Nóg að gera hjá björgunarsveitum

Samúel Karl Ólason skrifar
Tugir bíla eru fastir á Sólheimasandi en einnig hefur mikið verið að gera á Suðurnesjum þar sem rúmlega 40 aðstoðarbeiðnir hafa borist til Landsbjargar.
Tugir bíla eru fastir á Sólheimasandi en einnig hefur mikið verið að gera á Suðurnesjum þar sem rúmlega 40 aðstoðarbeiðnir hafa borist til Landsbjargar. Vísir/Vilhelm

Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. Tugir bíla eru fastir á Sólheimasandi en einnig hefur mikið verið að gera á Suðurnesjum þar sem rúmlega 40 aðstoðarbeiðnir hafa borist til Landsbjargar.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir mikla ófærð hafa verið á Grindavíkurvegi, nálægt Bláa lóninu, og þar hafi flækja myndast vegna ófærðar.

Björgunarsveitarmenn hafi enn verið að störfum um klukkan níu við að greiða úr þeirri flækju og losa umferðina frá Bláa lóninu. Vegurinn lokaðist um tíma en hefur verið opnaður aftur.

Á Suðurlandi er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og lentu fjöldi ökumanna í vandræðum á Sólheimasandi. Þar var mjög hvasst og mikill skafrenningur.

Davíð segir þetta hafa verið helstu verkefni björgunarsveita í dag og í kvöld.

„Það er mikilvægt, eins og svo oft áður síðustu mánuði, að fólk fylgist vel með veðri og færð,“ segir Davíð.

Eins og áður segir búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur. Suðurstrandarvegi hefur einnig verið lokað. Óvissustig er á Reykjanesbraut, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Vetrarfærð er í öllum landshlutum.


Tengdar fréttir

Biðu í tvo tíma eftir afísingu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×