Myndin sem lætur Söru líta út eins og töfrakonu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir er svo öflug með lyftingarstöngina að hún getur látið hana svífa í lausu lofti. Mynd/Fésbókarsíða Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er ótrúleg íþróttakona en mynd frá Wodapalooza CrossFit mótinu lætur hana hreinlega líta út eins og töfrakonu líka. Sara vann glæsilegan sigur í „Miami Heat“ greininni á Wodapalooza CrossFit mótinu en hún kláraði hana á einni mínútu og 17 sekúndum. Þetta var eina greinin sem Sara vann á mótinu og á endanum var Suðurnesjamærin að sætta sig við annað sætið í mótinu á eftir Tiu-Clair Toomey. Það réð aftur á móti enginn við hana í greininni sem var kannski skírð eftir NBA-liði Miami borgar. Sara var sjö sekúndum á undan næstu konu og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem kláraði á einni mínútu og 33 sekúndum. Á umræddri „töframynd“ sést Sara vera að koma í mark í „Miami Heat“ en greinin endaði á framstigi með 68 kílóa stöng. Sara kom á fleygiferð í mark en stöngin hafði þyngst í hverri umferð. Sara er búin að klára síðasta framstigið en var ekkert að eyða tíma í að bíða eftir að stöngin færi í jörðina heldur teygir sig í lokahnappinn. Ljósmyndarinn fangar þessa stund þar sem lítur út fyrir að þessi 68 kílóa stöng sé í lausu lofti. Það er því ekkert skrýtið að þeir sem tjá sig um myndina af Söru vitni bæði í Holmes og Harry Potter. „Vissi ekki að Hogwarts-skólinn væri í CrossFit,“ skrifar einn og „Wingardium Leviosa,“ skrifar annar. Sá fyrsti skrifaði aftur á móti „That’s levitation Holmes.” Meira en þrettán þúsund og fimm hundruð manns hafa sagt vera hrifin af myndinni á Instagram síðu Wodapalooza. Þessa mögnuðu mynd má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram That final rep feeling during "Miami Heat" A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 26, 2020 at 3:00pm PST CrossFit Tengdar fréttir Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna? Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót. 20. febrúar 2020 13:15 Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00 Sara eftir Wodapalooza: Veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera núna Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina en það virðist hafa aðeins verið bensín á tankinn að tapa fyrir Ástralanum öfluga. 25. febrúar 2020 10:00 Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. 24. febrúar 2020 08:15 Sara er enn með forystu á Tiu á peningalistanum Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið sér inn mestan pening til þessa á keppnistímabilinu af öllu CrossFit fólki heimsins. Skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. 27. febrúar 2020 09:30 Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. 18. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er ótrúleg íþróttakona en mynd frá Wodapalooza CrossFit mótinu lætur hana hreinlega líta út eins og töfrakonu líka. Sara vann glæsilegan sigur í „Miami Heat“ greininni á Wodapalooza CrossFit mótinu en hún kláraði hana á einni mínútu og 17 sekúndum. Þetta var eina greinin sem Sara vann á mótinu og á endanum var Suðurnesjamærin að sætta sig við annað sætið í mótinu á eftir Tiu-Clair Toomey. Það réð aftur á móti enginn við hana í greininni sem var kannski skírð eftir NBA-liði Miami borgar. Sara var sjö sekúndum á undan næstu konu og heilum sextán sekúndum á undan Tiu-Clair Toomey sem kláraði á einni mínútu og 33 sekúndum. Á umræddri „töframynd“ sést Sara vera að koma í mark í „Miami Heat“ en greinin endaði á framstigi með 68 kílóa stöng. Sara kom á fleygiferð í mark en stöngin hafði þyngst í hverri umferð. Sara er búin að klára síðasta framstigið en var ekkert að eyða tíma í að bíða eftir að stöngin færi í jörðina heldur teygir sig í lokahnappinn. Ljósmyndarinn fangar þessa stund þar sem lítur út fyrir að þessi 68 kílóa stöng sé í lausu lofti. Það er því ekkert skrýtið að þeir sem tjá sig um myndina af Söru vitni bæði í Holmes og Harry Potter. „Vissi ekki að Hogwarts-skólinn væri í CrossFit,“ skrifar einn og „Wingardium Leviosa,“ skrifar annar. Sá fyrsti skrifaði aftur á móti „That’s levitation Holmes.” Meira en þrettán þúsund og fimm hundruð manns hafa sagt vera hrifin af myndinni á Instagram síðu Wodapalooza. Þessa mögnuðu mynd má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram That final rep feeling during "Miami Heat" A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) on Feb 26, 2020 at 3:00pm PST
CrossFit Tengdar fréttir Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna? Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót. 20. febrúar 2020 13:15 Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00 Sara eftir Wodapalooza: Veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera núna Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina en það virðist hafa aðeins verið bensín á tankinn að tapa fyrir Ástralanum öfluga. 25. febrúar 2020 10:00 Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. 24. febrúar 2020 08:15 Sara er enn með forystu á Tiu á peningalistanum Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið sér inn mestan pening til þessa á keppnistímabilinu af öllu CrossFit fólki heimsins. Skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. 27. febrúar 2020 09:30 Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. 18. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Sara hefur aldrei unnið Toomey en tekst það hjá henni núna? Sara Sigmundsdóttir og Tia-Clair Toomey mætast á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í dag en báðar hafa þær unnið þrjú Sanctional mót á ferlinum. Engin kona hefur náð að vinna fjögur slík mót. 20. febrúar 2020 13:15
Meira en sex milljónir í boði fyrir Söru og hinar stelpurnar á Wodapalooza Það verður glæsilegt verðlaunafé á Wodapalooza CrossFit mótinu sem hefst í Miami á morgun. 19. febrúar 2020 11:00
Sara eftir Wodapalooza: Veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera núna Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina en það virðist hafa aðeins verið bensín á tankinn að tapa fyrir Ástralanum öfluga. 25. febrúar 2020 10:00
Sara nálgast heimsmeistarann en það var ekki ekki nóg á Wodapalooza í þetta skiptið Sara Sigmundsdóttir endaði í öðru sæti á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami sem lauk í nótt. Enginn náði að stoppa heimsmeistarann Tiu-Clair Toomey. 24. febrúar 2020 08:15
Sara er enn með forystu á Tiu á peningalistanum Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið sér inn mestan pening til þessa á keppnistímabilinu af öllu CrossFit fólki heimsins. Skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. 27. febrúar 2020 09:30
Wodapalooza CrossFit mótinu stillt upp sem einvígi á milli Söru og Tiu-Clair Toomey Sara Sigmundsdóttir var á mikilli sigurgöngu síðustu mánuði ársins 2019 en nú er komið að fyrstu CrossFit keppni hennar á árinu 2020. 18. febrúar 2020 09:30