Sport

Frábær sprettur en náði ekki að slá metið | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ruggs á sprettinum góða.
Ruggs á sprettinum góða. vísir/getty

Nú stendur yfir „NFL scouting combine“ þar sem tilvonandi stjörnur NFL-deildarinnar sýna hæfileika sína. Einn ætlaði sér að slá hraðamet en náði því ekki þó svo spretturinn hefði verið góður.

Sá drengur heitir Henry Ruggs og er útherji frá Alabama. Hann er eldfljótur og veit af því. Hann hljóp 40 jarda sprettinn á 4,27 sekúndum en hann hafði lýst því yfir að hann ætlaði sér að slá metið.



Það á John Ross, leikmaður Cincinnati Bengals, en hann hljóp á 4,22 sekúndum árið 2017. Ruggs var því ansi nálægt metinu.

Óopinbert met er þó sprettur Bo Jackson frá 1986 en hann var mældur á 4,16 sekúndum en það var ekki rafræn mæling heldur gamla góða skeiðklukkan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×