Fótbolti

26 dagar í Rúmeníu­leikinn: Sagan segir að Laugar­dals­völlur verði klár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Staðan á Laugardalsvelli þann 28. febrúar.
Staðan á Laugardalsvelli þann 28. febrúar. Vísir/Skjáskot

Aðeins tvisvar á síðustu 20 árum hefur verið alhvít jörð í Laugardal þann 26. mars. Með það að leiðarljósi ætti leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 ekki að vera í hættu en veðurguðirnir eru eins og við öll vitum óútreiknanlegir.

„Veðrið síðustu þrjú ár hefur verið nokkuð hagkvæmt og við fáum slíkar aðstæður þá erum við nokkuð góð á leikdag,“ sagði veðurfræðingurinn Theódór Hervarsson er Gaupi hitti hann og ræddi mögulegt veðurfar á leikdegi Íslands og Rúmeníu þann 26. mars.

„Við værum að tala um 4-6 stiga hita, það hefur verið rigning tvisvar á síðustu þremur árum en það yrði leikfært ef það er stuðst við veður síðustu þriggja ára,“ sagði Theódór brattur.

Hvað er hættulegast?

„Það er hættulegast að vera með frost þannig að völlurinn verði frosinn. Þeir verða með hitapylsuna yfir vellinum svo þeir ná öllu frosti úr honum og ná að gera hann vel leikfæran en ef það yrði fimbulkuldi þegar að leik kæmi væri það ekki gott og eflaust hættulegt.“

Alla fréttina má sjá hér að neðan.

Klippa: Gaupi og veðrið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×