Innlent

Tveir sendir í sóttkví eftir heimkomu frá Ítalíu

Eiður Þór Árnason skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm

Tveir farþegar sem komu með flugvél Icelandair frá Veróna á Ítalíu síðdegis í dag eru komnir í sóttkví. Þetta var haft eftir Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

Hann sagði þar að farþegarnir tveir hafi verið með flensueinkenni og gefið sig fram við hjúkrunarfræðing í Leifsstöð við heimkomuna. Sýni voru tekin úr þeim og má niðurstöðu vænta um hádegisbil á morgun.

Á meðan verður farþegunum gert að halda sig heima fyrir og verða þar í sóttkví.


Tengdar fréttir

Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví

Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×