Djúp lægð spillir færð og veldur snjóflóðahættu á norðurhelmingi landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 13:33 Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Vísir/Vilhelm Djúp lægð gengur yfir landið í dag sem spillir færð og veldur snjóflóðahættu. Gul veðurviðvörun hefur verið virkjuð fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Á Vestfjörðum er víða ýmist þæfingsfærð eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og á Norðurlandi hefur veginum um Þverárfjall verið lokað fyrir umferð og það sama á við um Víkurskarð. Á Vestfjörðum og Breiðafirði er spáð norðan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Norðurlandi eystra er útlit fyrir norðan strekking 13-18 m/s með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu. Að neðan má sjá myndband sem Guðmundur Gauti Sveinsson tók á Siglufirði í dag. „Það er lægð sem er að koma inn á landið með norðanstreng og snjókomu. Hríðarveður víða norðan til á landinu og snjóar nú talsvert með þessu. Færð orðin ábyggilega víða erfið á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það er frekar að hvessa á Norðvesturlandi, sérstaklega, og má reikna með hvassviðri og stormi staðbundnum og að verði mjög blind og slæmt skyggni. Þetta gengur ekkert almennilega niður fyrr en í nótt,“ segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Búið er að loka Sigulfjarðarvegi, veginum um Ólafsfjarðarmúla og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mikill Sjór gengur yfir eyrina og höfnina á Sauðárkróki en Strandvegi hefur verið lokað fyrir umferð þar til aðstæður breytast. Sjá nánar: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs Samgöngur Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45 Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23 Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Djúp lægð gengur yfir landið í dag sem spillir færð og veldur snjóflóðahættu. Gul veðurviðvörun hefur verið virkjuð fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Á Vestfjörðum er víða ýmist þæfingsfærð eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og á Norðurlandi hefur veginum um Þverárfjall verið lokað fyrir umferð og það sama á við um Víkurskarð. Á Vestfjörðum og Breiðafirði er spáð norðan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Norðurlandi eystra er útlit fyrir norðan strekking 13-18 m/s með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu. Að neðan má sjá myndband sem Guðmundur Gauti Sveinsson tók á Siglufirði í dag. „Það er lægð sem er að koma inn á landið með norðanstreng og snjókomu. Hríðarveður víða norðan til á landinu og snjóar nú talsvert með þessu. Færð orðin ábyggilega víða erfið á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það er frekar að hvessa á Norðvesturlandi, sérstaklega, og má reikna með hvassviðri og stormi staðbundnum og að verði mjög blind og slæmt skyggni. Þetta gengur ekkert almennilega niður fyrr en í nótt,“ segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Búið er að loka Sigulfjarðarvegi, veginum um Ólafsfjarðarmúla og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mikill Sjór gengur yfir eyrina og höfnina á Sauðárkróki en Strandvegi hefur verið lokað fyrir umferð þar til aðstæður breytast. Sjá nánar: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45 Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23 Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45
Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23
Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15