Var sendur fótbrotinn úr landi eftir vinnuslys á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 07:45 Maðurinn kom til vinnu á Akureyri í febrúar í fyrra en var sendur úr landi um tveimur mánuðum síðar eftir að hafa fótbrotnað í vinnuslysi. vísir/getty Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka. Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka.
Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira