Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2020 14:52 Stuðningsmenn ÍBV létu ófriðlega í bikarleiknum gegn FH. vísir/valli Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Vestamannaeyjum í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla á fimmtudaginn og framkoma stuðningsmanna ÍBV var ekki til fyrirmyndar. „Við fengum skýrslu eftirlitsmanns þar sem hann fer yfir ákveðna þætti sem vankantar voru á, varðandi framkvæmd leiksins og hegðun áhorfenda,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Þetta mál fer inn til mótanefndar sem hefur kallað eftir frekari skýringum og greinargerðum frá málsaðilum. Í kjölfarið tekur mótanefnd væntanlega á málinu og hefur úrræði sem hún getur beitt ef þurfa þykir.“ En hvaða refsingum er hægt að beita í málum sem þessum? „Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi fyrir slæmri hegðun áhorfenda en þó einhver. Í flestum tilfellum hafa svona mál verið afgreidd með sektum og áminningu. En það er of snemmt fyrir mig að segja til um þetta atvik. Það er í meðferð mótanefndar og engin niðurstaða komin ennþá,“ sagði Róbert. Hann segir að ef hegðun stuðningsmanna ÍBV hafi verið eins og henni hefur verið lýst sé það ekki í lagi. „Ef satt reynist er það ekki í lagi. Við viljum vissulega stemmningu, læti og gleði á leikjum en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap,“ sagði Róbert. „Almennt séð hafa áhorfendur hagað sér vel. Eyjamenn mega eiga það að þeir eru í þessu af lífi og styðja sitt lið að öllu afli. En við þurfum samt að gæta háttvísi,“ sagði Róbert. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vankantar á framkvæmd leiksins í Eyjum Olís-deild karla Sportpakkinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15 Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira
Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Vestamannaeyjum í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla á fimmtudaginn og framkoma stuðningsmanna ÍBV var ekki til fyrirmyndar. „Við fengum skýrslu eftirlitsmanns þar sem hann fer yfir ákveðna þætti sem vankantar voru á, varðandi framkvæmd leiksins og hegðun áhorfenda,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Þetta mál fer inn til mótanefndar sem hefur kallað eftir frekari skýringum og greinargerðum frá málsaðilum. Í kjölfarið tekur mótanefnd væntanlega á málinu og hefur úrræði sem hún getur beitt ef þurfa þykir.“ En hvaða refsingum er hægt að beita í málum sem þessum? „Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi fyrir slæmri hegðun áhorfenda en þó einhver. Í flestum tilfellum hafa svona mál verið afgreidd með sektum og áminningu. En það er of snemmt fyrir mig að segja til um þetta atvik. Það er í meðferð mótanefndar og engin niðurstaða komin ennþá,“ sagði Róbert. Hann segir að ef hegðun stuðningsmanna ÍBV hafi verið eins og henni hefur verið lýst sé það ekki í lagi. „Ef satt reynist er það ekki í lagi. Við viljum vissulega stemmningu, læti og gleði á leikjum en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap,“ sagði Róbert. „Almennt séð hafa áhorfendur hagað sér vel. Eyjamenn mega eiga það að þeir eru í þessu af lífi og styðja sitt lið að öllu afli. En við þurfum samt að gæta háttvísi,“ sagði Róbert. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vankantar á framkvæmd leiksins í Eyjum
Olís-deild karla Sportpakkinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15 Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira
Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49
Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15
Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30