Það á enginn að vera heimilislaus Hópur heimilislausra kvenna skrifar 18. ágúst 2020 11:29 Það ætti enginn að vera heimilislaus, hvað þá á Íslandi. En því miður erum við, hin heimilislausu, alltof, alltof mörg þrátt fyrir að það séu fjöldi húsa sem standa auð og eigendur þeirra bíða eftir að þau brenni til grunna eða hrynji til að geta byggt hótel, skrifstofuhúsnæði eða lúxusíbúðir. Þessi yfirlýsing er frá okkur, heimilislausum konum í Reykjavík, til ykkar, sem aldrei hafið neyðst til að lifa á götunni. Til ykkar, sem byggið samfélag þar sem það virðist vera allt í lagi að fólk eigi ekki þak yfir höfuðið, og til ykkar sem segist styðja heimilislaust fólk, svo lengi sem sá stuðningur er ekki í ykkar hverfi. Á meðan það eru heimilislausir einstaklingar í samfélaginu neyðumst við að fræða fólk um heimilisleysi. Því hvað vitið þið um heimilisleysi? Hvað vitið þið um fólk sem er heimilislaust? Heimilislausir eru ekki einsleitur hópur líkt og mörg ykkar halda. Heimilislaust fólk er af öllum kynjum, á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Við erum á götunni af jafn margbreytilegum ástæðum og við erum mörg. Þið þurfið að vita að það að vera á götunni er ekki sjálfskapað ástand. Samt er oft komið fram við okkur eins og þetta hafi verið val og vegna þessa viðhorfs líta margir á okkur sem samfélagsmein og glæpamenn. En þetta er ekki val. Við ,,lendum” ekkert á götunni. Þetta er rothögg. Þetta er ekkert eins og flytja að heiman - þú mjúklendir ekkert á götunni. Það kemur eitthvað fyrir þig, þú brotnar og slammast á götuna. Þannig gerist þetta. Við erum á götunni útaf áföllum og ofbeldi sem við höfum verið beittar. Á götunni snýst allt um að lifa af og þegar allt snýst um að lifa af þá þarf að gera hluti sem geta leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Á götunni er okkur nauðgað, við lendum í kynferðislegu ofbeldi, áreitni og við erum alltaf á varðbergi. Það er ekkert andrými. Við getum lofað ykkur því að hver einasta manneskja sem er á götunni er með áfallastreituröskun á mjög háu stigi. Samfélagið gefur okkur ekkert tækifæri til að vinna úr þessum áföllum með því að læsa okkur inni í fangelsi og halda okkur á götunni. Af því að á götunni vinnum við ekki úr neinu, það er ekkert færi á því. Mörg okkar nota einhverskonar vímuefni og við skömmumst okkar ekki fyrir það, þó að samfélagið vilji að við gerum það. Staðreyndin er sú að það er erfitt að sjá góða partinn og tilganginn í því að vera edrú þegar við erum alveg heimilislausar. Gatan tekur okkur alveg og raunirnar á götunni eru bara þær sömu aftur og aftur. Þetta snýst ekki um gáfur eða viljastyrk. Viljastyrkur okkar er gífurlegur og hann fer allur í það að lifa af. Oftast felur vímuefnanotkunin í sér að deyfa sársaukann á einn hátt eða annan hátt. Við skulum gefa hverjum þeim sem tekst að finna eina manneskju á götunni sem er edrú eldslegna, handsmíðaða medalíu sem við búum til sjálfar. Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi. Vegna COVID-19 neyddust yfirvöld til að gefa heimilislausum þak yfir höfuðið. Það er nefnilega erfitt að halda sig heima, ef þú átt hvergi heima. Um tíma, þegar smitin voru sem flest í samfélaginu og fólki var skipað að vera heima hjá sér, voru Gistiskýlin og Konukot höfð opin allan sólarhringinn í staðinn fyrir að vera einungis opin frá 17:00-10:00 eins og er vanalega. Örfáar hræður innan kerfisins börðust einnig fyrir því að opnað yrði tímabundið neyðarúrræði þar sem neyðarskýlin rúma ekki allt heimilislaust fólk á Reykjavíkursvæðinu. Tíu konur á aldrinum 19-60 ára sem allar áttu það sameiginlegt að hafa þurft að búa á götunni í lengri eða styttri tíma fluttu í þetta tímabundna neyðarúrræði í lok apríl 2020. Við erum þessar konur. Nú þegar COVID-19 smitum hefur fækkað á Íslandi á að loka úrræðinu og henda okkur aftur út á götuna. Þó að við séum þakklátar Rauða krossinum, sjálfboðaliðunum og starfsfólkinu sem rekur Konukot, eina úrræðið sem er í boði fyrir heimilislausar konur, þá er aðstaðan þar mjög takmörkuð. Húsið rúmar ekki nema mest 12 konur, sem þurfa að deila fjórum herbergjum og einungis ein sturta er í húsnæðinu. Það krefst ekki mikillar umhugsunar til að skilja álagið og streituna sem fylgir því að þurfa vera nótt eftir nótt í slíkum aðstæðum. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á hvað sem er þó við séum heimilislausar. Í okkar tímabundna úrræði fær hver kona litla aðstöðu með svefnherbergi, rúmi og hillu, ásamt litlu baðherbergi. Þar er líka sameiginlegt þvottahús, eldhús og borðstofa. Það að þurfa ekki að fara alltaf út á götu klukkan tíu á morgnanna (Gistiskýlin og Konukot), sama hvaða dagur er, sama hvort það sé hlýtt eða kalt, snjór eða rigning, hefur breytt öllu fyrir okkur. Við höfum ekki fundið fyrir svona miklu öryggi í mörg ár. Við erum orðin eins og fjölskylda, bæði starfsfólkið og konurnar sem hér dvelja. Hér eru nokkur dæmi um þær breytingar sem hafa orðið á lífi okkar síðan við fluttum inn Í úrræðið: „Síðan ég brotlenti á götunni þá er ég bara búin að reyna að laga hluti. Ég náði aldrei að laga neitt fyrr en eftir þriðju viku í öruggu húsnæði. Ég gat talað við fólkið sem býr hérna. Átt einlæg og yndisleg samtöl og myndað sambönd. Svo allt í einu þegar ég rakst á strákinn sem beitti mig rosalegu ofbeldi, sem ég hélt að yrði það hræðilegasta af öllu, þá gat ég komist yfir það af því ég gat komið alltaf bara hingað og grátið og verið reið og sofið. Ég gat byrjað að vinna úr áföllum af því ég hafði aðrar manneskjur til að tala við á öruggum samastað.“ „Þetta skiptir mig öllu máli. Ég gæti ekki verið meira heilbrigð en ég er hérna. Ég er að upplifa að ég er hamingjusöm og sátt í eigin skinni, stend mig vel í því sem ég er að gera, ég er að sinna öllu sem ég þarf að sinna. Ég stefni á að kaupa mér íbúð. Hér er passað upp á að enginn komi inn, það er passað upp á okkur. Ég verð að fá að hrósa starfsfólkinu hérna, þetta er búið að vera fullkomið. Ég tengi ekki alveg þegar ég heyri neyðarskýli... þetta er nefnilega meira eins og heimili. Eina sem er að plaga mann fyrir utan fjárhagsleysið er þetta óöryggi og kvíðinn yfir framhaldinu. Hvað ætli ég hugsi oft á dag um hversu lengi þetta verður opið og hvenær ég þarf að fara aftur á götuna?“ „Það er mikilvægt að hafa húsnæði, það er mikilvægt svo við frjósum ekki í hel. Það er réttur allra. Eftir að ég fékk pláss hér er ég orðin betri til alls. Það er allt betra. Mér líður öruggri, ég get lagt mig hvenær sem ég þarf án þess að vera á sífellu varðbergi og án þess að lögreglan komi og veki mig. Ég get haft dótið mitt í kringum mig og verið inni hjá mér með lokaðar dyr. Það þarf ekkert að vera svona mikið af heimilislausu fólki hérna, það er bara rugl. Það eru örugglega mun fleiri félagsráðgjafar til heldur eru til heimilislausir.“ „Það vantar svona úrræði, sem er svona „stepping stone” í að komast eitthvað annað í lífinu. Frá götunni, ná jafnvægi og þá eiga kannski möguleika á að komast eitthvað annað. Mér finnst sjálfsagt að ef þetta yrði framlengt að við myndum borga á mánuði, við getum borgað litla leigu til ríkisins ef það er það sem þarf. Covid er líka ekkert farið að eilífu en við eigum samt að halda áfram að vera á götunni? Já, við erum í neyslu en við kunnum alveg að fokking þrífa. Við erum ekki rústandi eða rænandi einhverju, við getum alveg búið einhverstaðar eðlilega ef okkur er gefið tækifæri.“ „Fyrst og fremst er það að ef þetta úrræði væri ekki til staðar þá væri ég dáin. Ég væri dáin og ég hefði aldrei hringt á sjúkrabíl ef ég þyrfti hann af því að ég skulda 190.000 í sjúkrabílasjóð. Ef þær hefðu ekki hringt fyrir mig á sjúkrabíl svona 15 sinnum væri ég dáin núna útaf blóðsýkingu, eða ef ég væri ekki dáin væri sýkingin komin út í hjartað. Ábyggilega átján sinnum hefur fólk hérna bjargað mér og stutt mig og huggað mig. Ef þetta lokar byrja ég örugglega að nota morfín aftur, fer í Konukot. Ég held ég muni missa vitið aftur. Það hefur bjargað mér að hafa samastað, hafa einhvern að tala við. Þú þarft ekki að vera svona „nojaður” um að lifa af. Ef ég er ein úti þá byrja ég að fríka út af því að mér líður ekki öruggri. Maður þarf að gera svo mikið til að lifa af í þessum heimi, og þá er svo gott að eiga öruggan stað þar sem fólk getur ekki bara birst.“ Vonandi skiljið þið núna. Þetta er upp á líf eða dauða fyrir okkur. Skilaboðin sem þið sendið okkur með því að moka milljörðum undir stórfyrirtæki en loka þessu litla úrræði eru þau að líf okkar séu einskis virði. Því við getum lofað ykkur því að a.m.k. tvær þeirra kvenna sem hér búa verða dánar innan árs ef þessu úrræði verður lokað. Ekki misskilja okkur. Þó að við lendum í áföllum þá lítum við ekki á okkur sem fórnarlömb. Við erum stríðskonur. Við höfum lifað af aðstæður sem fá ykkar myndu geta. Það minnsta sem samfélagið getur gert er að standa með okkur í baráttunni fyrir mannsæmandi lífi og hætta að glæpavæða okkur. Þannig ef þið sjáið aðra manneskju sofa í bíl eða bílakjallara, þá a) er hún bara að reyna að sofa og b) hún sefur þarna af því hún hefur engan annan stað til að vera á c) ekki hringja í lögregluna. Sofandi manneskjan er ekki hættuleg, en samfélagið sem skapar aðstæður þar sem einhver neyðist til að sofa í bílakjallara er banvænt. Það að þetta sé fyrsta álíka úrræðið fyrir heimilislausar konur á Íslandi er ótrúlegt. Í öll þessi ár hafa konur á götunni verið að deyja. Femínistarnir eru bara í slag við einhverja karla um jafnlaunavottun, kynjakvóta og dónaskap og virðast finnast minna mikilvægt að pæla í okkur, konunum sem er mest mismunað í samfélaginu. Jafn aðgangur að mat, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og öryggi eru allt hlutir sem varða konur og ættu þess vegna að varða femínista og vera forgangsmál. Það er á mörgum stöðum pottur brotinn í kerfinu. Svo þegar eitt bregst, þá eru stoðir samfélagsins ekki til staðar. Þær eru tilbúningur, orð á blaði, sem ekki er farið eftir. Við höfum fengið nóg og við ætlum ekki að láta ýta okkur út í opinn dauðann án þess að berjast fyrir lífi okkar. Við berjumst fyrir því að þessu úrræði verði haldið opnu. Við berjumst fyrir öll okkar sem hafa verið á götunni og orðið svo kalt á höndunum að við gátum ekki lengur hreyft fingurna. Við erum að berjast fyrir stefnu í samfélaginu sem þjónar systrum okkar, mæðrum og dætrum. Auðvitað þarf að loka þessu úrræði. En ekki deginum fyrr en það er engin heimilislaus kona eftir á götunni. Emilie Camilla Johans Jacob, 31 ár, heimilislaus í 3 árEmbla Nótt Anderson, 23 ára, heimilislaus í 7 árZvala Zjana, heimilislaus í 8 árTiger of the fighted of the death, 43 ára, heimilislaus í 7 mánuðiS.R.K., 35 ára, 5 ár heimilislausMagnea Örvarsdóttir, 48 ára, 4 ár heimilislausAlma Lind.Kristvina, 32 ára, heimilislaus í 2 mánuði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Það ætti enginn að vera heimilislaus, hvað þá á Íslandi. En því miður erum við, hin heimilislausu, alltof, alltof mörg þrátt fyrir að það séu fjöldi húsa sem standa auð og eigendur þeirra bíða eftir að þau brenni til grunna eða hrynji til að geta byggt hótel, skrifstofuhúsnæði eða lúxusíbúðir. Þessi yfirlýsing er frá okkur, heimilislausum konum í Reykjavík, til ykkar, sem aldrei hafið neyðst til að lifa á götunni. Til ykkar, sem byggið samfélag þar sem það virðist vera allt í lagi að fólk eigi ekki þak yfir höfuðið, og til ykkar sem segist styðja heimilislaust fólk, svo lengi sem sá stuðningur er ekki í ykkar hverfi. Á meðan það eru heimilislausir einstaklingar í samfélaginu neyðumst við að fræða fólk um heimilisleysi. Því hvað vitið þið um heimilisleysi? Hvað vitið þið um fólk sem er heimilislaust? Heimilislausir eru ekki einsleitur hópur líkt og mörg ykkar halda. Heimilislaust fólk er af öllum kynjum, á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Við erum á götunni af jafn margbreytilegum ástæðum og við erum mörg. Þið þurfið að vita að það að vera á götunni er ekki sjálfskapað ástand. Samt er oft komið fram við okkur eins og þetta hafi verið val og vegna þessa viðhorfs líta margir á okkur sem samfélagsmein og glæpamenn. En þetta er ekki val. Við ,,lendum” ekkert á götunni. Þetta er rothögg. Þetta er ekkert eins og flytja að heiman - þú mjúklendir ekkert á götunni. Það kemur eitthvað fyrir þig, þú brotnar og slammast á götuna. Þannig gerist þetta. Við erum á götunni útaf áföllum og ofbeldi sem við höfum verið beittar. Á götunni snýst allt um að lifa af og þegar allt snýst um að lifa af þá þarf að gera hluti sem geta leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Á götunni er okkur nauðgað, við lendum í kynferðislegu ofbeldi, áreitni og við erum alltaf á varðbergi. Það er ekkert andrými. Við getum lofað ykkur því að hver einasta manneskja sem er á götunni er með áfallastreituröskun á mjög háu stigi. Samfélagið gefur okkur ekkert tækifæri til að vinna úr þessum áföllum með því að læsa okkur inni í fangelsi og halda okkur á götunni. Af því að á götunni vinnum við ekki úr neinu, það er ekkert færi á því. Mörg okkar nota einhverskonar vímuefni og við skömmumst okkar ekki fyrir það, þó að samfélagið vilji að við gerum það. Staðreyndin er sú að það er erfitt að sjá góða partinn og tilganginn í því að vera edrú þegar við erum alveg heimilislausar. Gatan tekur okkur alveg og raunirnar á götunni eru bara þær sömu aftur og aftur. Þetta snýst ekki um gáfur eða viljastyrk. Viljastyrkur okkar er gífurlegur og hann fer allur í það að lifa af. Oftast felur vímuefnanotkunin í sér að deyfa sársaukann á einn hátt eða annan hátt. Við skulum gefa hverjum þeim sem tekst að finna eina manneskju á götunni sem er edrú eldslegna, handsmíðaða medalíu sem við búum til sjálfar. Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi. Vegna COVID-19 neyddust yfirvöld til að gefa heimilislausum þak yfir höfuðið. Það er nefnilega erfitt að halda sig heima, ef þú átt hvergi heima. Um tíma, þegar smitin voru sem flest í samfélaginu og fólki var skipað að vera heima hjá sér, voru Gistiskýlin og Konukot höfð opin allan sólarhringinn í staðinn fyrir að vera einungis opin frá 17:00-10:00 eins og er vanalega. Örfáar hræður innan kerfisins börðust einnig fyrir því að opnað yrði tímabundið neyðarúrræði þar sem neyðarskýlin rúma ekki allt heimilislaust fólk á Reykjavíkursvæðinu. Tíu konur á aldrinum 19-60 ára sem allar áttu það sameiginlegt að hafa þurft að búa á götunni í lengri eða styttri tíma fluttu í þetta tímabundna neyðarúrræði í lok apríl 2020. Við erum þessar konur. Nú þegar COVID-19 smitum hefur fækkað á Íslandi á að loka úrræðinu og henda okkur aftur út á götuna. Þó að við séum þakklátar Rauða krossinum, sjálfboðaliðunum og starfsfólkinu sem rekur Konukot, eina úrræðið sem er í boði fyrir heimilislausar konur, þá er aðstaðan þar mjög takmörkuð. Húsið rúmar ekki nema mest 12 konur, sem þurfa að deila fjórum herbergjum og einungis ein sturta er í húsnæðinu. Það krefst ekki mikillar umhugsunar til að skilja álagið og streituna sem fylgir því að þurfa vera nótt eftir nótt í slíkum aðstæðum. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á hvað sem er þó við séum heimilislausar. Í okkar tímabundna úrræði fær hver kona litla aðstöðu með svefnherbergi, rúmi og hillu, ásamt litlu baðherbergi. Þar er líka sameiginlegt þvottahús, eldhús og borðstofa. Það að þurfa ekki að fara alltaf út á götu klukkan tíu á morgnanna (Gistiskýlin og Konukot), sama hvaða dagur er, sama hvort það sé hlýtt eða kalt, snjór eða rigning, hefur breytt öllu fyrir okkur. Við höfum ekki fundið fyrir svona miklu öryggi í mörg ár. Við erum orðin eins og fjölskylda, bæði starfsfólkið og konurnar sem hér dvelja. Hér eru nokkur dæmi um þær breytingar sem hafa orðið á lífi okkar síðan við fluttum inn Í úrræðið: „Síðan ég brotlenti á götunni þá er ég bara búin að reyna að laga hluti. Ég náði aldrei að laga neitt fyrr en eftir þriðju viku í öruggu húsnæði. Ég gat talað við fólkið sem býr hérna. Átt einlæg og yndisleg samtöl og myndað sambönd. Svo allt í einu þegar ég rakst á strákinn sem beitti mig rosalegu ofbeldi, sem ég hélt að yrði það hræðilegasta af öllu, þá gat ég komist yfir það af því ég gat komið alltaf bara hingað og grátið og verið reið og sofið. Ég gat byrjað að vinna úr áföllum af því ég hafði aðrar manneskjur til að tala við á öruggum samastað.“ „Þetta skiptir mig öllu máli. Ég gæti ekki verið meira heilbrigð en ég er hérna. Ég er að upplifa að ég er hamingjusöm og sátt í eigin skinni, stend mig vel í því sem ég er að gera, ég er að sinna öllu sem ég þarf að sinna. Ég stefni á að kaupa mér íbúð. Hér er passað upp á að enginn komi inn, það er passað upp á okkur. Ég verð að fá að hrósa starfsfólkinu hérna, þetta er búið að vera fullkomið. Ég tengi ekki alveg þegar ég heyri neyðarskýli... þetta er nefnilega meira eins og heimili. Eina sem er að plaga mann fyrir utan fjárhagsleysið er þetta óöryggi og kvíðinn yfir framhaldinu. Hvað ætli ég hugsi oft á dag um hversu lengi þetta verður opið og hvenær ég þarf að fara aftur á götuna?“ „Það er mikilvægt að hafa húsnæði, það er mikilvægt svo við frjósum ekki í hel. Það er réttur allra. Eftir að ég fékk pláss hér er ég orðin betri til alls. Það er allt betra. Mér líður öruggri, ég get lagt mig hvenær sem ég þarf án þess að vera á sífellu varðbergi og án þess að lögreglan komi og veki mig. Ég get haft dótið mitt í kringum mig og verið inni hjá mér með lokaðar dyr. Það þarf ekkert að vera svona mikið af heimilislausu fólki hérna, það er bara rugl. Það eru örugglega mun fleiri félagsráðgjafar til heldur eru til heimilislausir.“ „Það vantar svona úrræði, sem er svona „stepping stone” í að komast eitthvað annað í lífinu. Frá götunni, ná jafnvægi og þá eiga kannski möguleika á að komast eitthvað annað. Mér finnst sjálfsagt að ef þetta yrði framlengt að við myndum borga á mánuði, við getum borgað litla leigu til ríkisins ef það er það sem þarf. Covid er líka ekkert farið að eilífu en við eigum samt að halda áfram að vera á götunni? Já, við erum í neyslu en við kunnum alveg að fokking þrífa. Við erum ekki rústandi eða rænandi einhverju, við getum alveg búið einhverstaðar eðlilega ef okkur er gefið tækifæri.“ „Fyrst og fremst er það að ef þetta úrræði væri ekki til staðar þá væri ég dáin. Ég væri dáin og ég hefði aldrei hringt á sjúkrabíl ef ég þyrfti hann af því að ég skulda 190.000 í sjúkrabílasjóð. Ef þær hefðu ekki hringt fyrir mig á sjúkrabíl svona 15 sinnum væri ég dáin núna útaf blóðsýkingu, eða ef ég væri ekki dáin væri sýkingin komin út í hjartað. Ábyggilega átján sinnum hefur fólk hérna bjargað mér og stutt mig og huggað mig. Ef þetta lokar byrja ég örugglega að nota morfín aftur, fer í Konukot. Ég held ég muni missa vitið aftur. Það hefur bjargað mér að hafa samastað, hafa einhvern að tala við. Þú þarft ekki að vera svona „nojaður” um að lifa af. Ef ég er ein úti þá byrja ég að fríka út af því að mér líður ekki öruggri. Maður þarf að gera svo mikið til að lifa af í þessum heimi, og þá er svo gott að eiga öruggan stað þar sem fólk getur ekki bara birst.“ Vonandi skiljið þið núna. Þetta er upp á líf eða dauða fyrir okkur. Skilaboðin sem þið sendið okkur með því að moka milljörðum undir stórfyrirtæki en loka þessu litla úrræði eru þau að líf okkar séu einskis virði. Því við getum lofað ykkur því að a.m.k. tvær þeirra kvenna sem hér búa verða dánar innan árs ef þessu úrræði verður lokað. Ekki misskilja okkur. Þó að við lendum í áföllum þá lítum við ekki á okkur sem fórnarlömb. Við erum stríðskonur. Við höfum lifað af aðstæður sem fá ykkar myndu geta. Það minnsta sem samfélagið getur gert er að standa með okkur í baráttunni fyrir mannsæmandi lífi og hætta að glæpavæða okkur. Þannig ef þið sjáið aðra manneskju sofa í bíl eða bílakjallara, þá a) er hún bara að reyna að sofa og b) hún sefur þarna af því hún hefur engan annan stað til að vera á c) ekki hringja í lögregluna. Sofandi manneskjan er ekki hættuleg, en samfélagið sem skapar aðstæður þar sem einhver neyðist til að sofa í bílakjallara er banvænt. Það að þetta sé fyrsta álíka úrræðið fyrir heimilislausar konur á Íslandi er ótrúlegt. Í öll þessi ár hafa konur á götunni verið að deyja. Femínistarnir eru bara í slag við einhverja karla um jafnlaunavottun, kynjakvóta og dónaskap og virðast finnast minna mikilvægt að pæla í okkur, konunum sem er mest mismunað í samfélaginu. Jafn aðgangur að mat, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og öryggi eru allt hlutir sem varða konur og ættu þess vegna að varða femínista og vera forgangsmál. Það er á mörgum stöðum pottur brotinn í kerfinu. Svo þegar eitt bregst, þá eru stoðir samfélagsins ekki til staðar. Þær eru tilbúningur, orð á blaði, sem ekki er farið eftir. Við höfum fengið nóg og við ætlum ekki að láta ýta okkur út í opinn dauðann án þess að berjast fyrir lífi okkar. Við berjumst fyrir því að þessu úrræði verði haldið opnu. Við berjumst fyrir öll okkar sem hafa verið á götunni og orðið svo kalt á höndunum að við gátum ekki lengur hreyft fingurna. Við erum að berjast fyrir stefnu í samfélaginu sem þjónar systrum okkar, mæðrum og dætrum. Auðvitað þarf að loka þessu úrræði. En ekki deginum fyrr en það er engin heimilislaus kona eftir á götunni. Emilie Camilla Johans Jacob, 31 ár, heimilislaus í 3 árEmbla Nótt Anderson, 23 ára, heimilislaus í 7 árZvala Zjana, heimilislaus í 8 árTiger of the fighted of the death, 43 ára, heimilislaus í 7 mánuðiS.R.K., 35 ára, 5 ár heimilislausMagnea Örvarsdóttir, 48 ára, 4 ár heimilislausAlma Lind.Kristvina, 32 ára, heimilislaus í 2 mánuði
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar