Innlent

Stór skjálfti í Rússlandi mældist á Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Séð yfir Borgarfjarðarbrúna við Borgarnes en brúin er sú lengsta hér á landi.
Séð yfir Borgarfjarðarbrúna við Borgarnes en brúin er sú lengsta hér á landi. Vísir/Egill

Jarðskjálfti að stærð 6,9 varð austur af Rússlandi upp úr klukkan hálf ellefu í morgun. Skjálftinn skilaði sér á kort Veðurstofu Íslands sem skjálfti upp á 3,7 nærri Borgarnesi.

Bjarki Kaldalóns náttúruvássérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir stóra skjálfta í heiminum alltaf sýnilega í kerfi Veðurstofu Íslands. Þeir eigi ekki að rata inn í kerfið eins og gerðist í dag þegar ætla mátti að skjálfti hefði orðið í Borgarnesi.

„Stundum fara þessir skjálftar inn í kerfið okkar. Kerfið heldur að þetta sé skjálfti á Íslandi,“ segir Bjarki. Þau hafi farið inn í skjálftann í kerfinu og eytt honum.

Hann minnir á að í skjálftatöflunni á vef Veðurstofunnar megi finna upplýsingar um gæði mælinga. Gæðin hafi í tilfelli skjálftans sem ekki varð í Borgarnesi verið 50. Gæðin breytist í 99 þegar farið hefur verið yfir skjálftann. Allur gangur sé þó á því hve fljótt sérfræðingar Veðurstofu Íslands geti yfirfarið skjálfta.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×