Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2020 20:15 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Vísir/vilhelm Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. Þá muni óháð úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar í landinu liggja fyrir áður en Isal tekur ákvörðun um framtíð sína á Íslandi. Eigendur Isal þrýsta á Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld að lækka raforkuverð til álversins í Straumsvík og lýstu því yfir í gær að svo gæti farið að álverinu verði lokað fáist ekki betri kjör.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra kynnti hins vegar í síðustu viku að farið yrði í óháða úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Ísland. „Þessi óháða úttekt mun skipta miklu máli. Þar sem fyrirtækið mun milliliðalaust fá upplýsingar frá bæði Landsvirkjun og þessum stóru fyrirtækjum sem við seljum nánast alla raforku til. Þannig að það er staðan eins og hún sé akkúrat núna,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðræður Isal við Landsvirkjun séu ný hafnar og hún ráðuneyti hennar sé ekki hluti af þeim viðræðum. En í gær greindi Isal frá því að framtíðaráform fyrirtækisins muni liggja fyrir um mitt næsta sumar. Yrði hún (úttektin) til fyrir þann tíma? „Hún verður til fyrir þann tíma. Hún á að vera klár í lok maí,“ segir Þórdís Kolbrún. Iðnaðarráðherra segir Isal mikilvægt íslenskum efnahag. Þótt núverandi kerfi væri ekki meitlað í stein og gæti tekið breytingum sé ekki verið að ræða vildarkjör fyrir einstök fyrirtæki, enda Íslendingar bundnir til að mynda EES reglum. Það yrði til bóta ef allar stærðir væru uppi á borðum. Myndi það hjálpa til ef þetta væri nú bara opinbert, hvað er verið að greiða fyrir orkuna? „Ég myndi persónulega fagna því að við næðum fram meira gagnsæi í þessum málum. Eitt er auðvitað beinn raforkukostnaður annað eru aðrir þættir í samningnum. Hvaða leið sem er fundin út úr því er það sömuleiðis atriði á milli fyrirtækja og Landsvirkjunar. En ég held að við getum ekki annað en grætt á því að fá meira gagnsæi um þessi mál þannig að ég myndi fagna því, já,“ segir Þórdís Kolbrún. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. Þá muni óháð úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar í landinu liggja fyrir áður en Isal tekur ákvörðun um framtíð sína á Íslandi. Eigendur Isal þrýsta á Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld að lækka raforkuverð til álversins í Straumsvík og lýstu því yfir í gær að svo gæti farið að álverinu verði lokað fáist ekki betri kjör.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra kynnti hins vegar í síðustu viku að farið yrði í óháða úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Ísland. „Þessi óháða úttekt mun skipta miklu máli. Þar sem fyrirtækið mun milliliðalaust fá upplýsingar frá bæði Landsvirkjun og þessum stóru fyrirtækjum sem við seljum nánast alla raforku til. Þannig að það er staðan eins og hún sé akkúrat núna,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðræður Isal við Landsvirkjun séu ný hafnar og hún ráðuneyti hennar sé ekki hluti af þeim viðræðum. En í gær greindi Isal frá því að framtíðaráform fyrirtækisins muni liggja fyrir um mitt næsta sumar. Yrði hún (úttektin) til fyrir þann tíma? „Hún verður til fyrir þann tíma. Hún á að vera klár í lok maí,“ segir Þórdís Kolbrún. Iðnaðarráðherra segir Isal mikilvægt íslenskum efnahag. Þótt núverandi kerfi væri ekki meitlað í stein og gæti tekið breytingum sé ekki verið að ræða vildarkjör fyrir einstök fyrirtæki, enda Íslendingar bundnir til að mynda EES reglum. Það yrði til bóta ef allar stærðir væru uppi á borðum. Myndi það hjálpa til ef þetta væri nú bara opinbert, hvað er verið að greiða fyrir orkuna? „Ég myndi persónulega fagna því að við næðum fram meira gagnsæi í þessum málum. Eitt er auðvitað beinn raforkukostnaður annað eru aðrir þættir í samningnum. Hvaða leið sem er fundin út úr því er það sömuleiðis atriði á milli fyrirtækja og Landsvirkjunar. En ég held að við getum ekki annað en grætt á því að fá meira gagnsæi um þessi mál þannig að ég myndi fagna því, já,“ segir Þórdís Kolbrún.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45