Það gustar víða Drífa Snædal skrifar 14. febrúar 2020 13:30 Það hefur oft verið bjartara yfir föstudögum en nú. Óveður geisar um allt land en líka á vettvangi vinnumarkaðarins. Enn hótar ISAL að loka álverinu í Straumsvík ef raforkuverð verður ekki lækkað og enn er ekki hægt að klára kjarasamninga starfsfólks vegna stöðunnar. Það er óþolandi að setja starfsfólk trekk í trekk í þá stöðu að vera óvisst um framtíð sína og afkomu. Staða fyrirtækisins og framtíð skiptir máli fyrir fjölda manns og það er líka fjöldi manns sem þarf að taka þátt í samráði um framtíðina, ekki síst fulltrúar starfsfólks. Ég tek heilshugar undir þessar kröfur sem samþykktar voru í Evrópusamráði starfsfólks Rio Tinto í vikunni vegna stöðunnar hjá ISAL og ALUCHEMIE í Hollandi: „Að fulltrúanefnd allra framleiðslustaða í Evrópu fái afhentar upplýsingar og verði höfð með í ráðum um endurskoðun á rekstri ÍSAL og ALUCHEMIE. Að öllum starfsmönnum ALUCHEMIE og ÍSAL verði gefinn kostur á sálfræðiaðstoð vegna þeirrar óvissu sem ríkir um störf þeirra, auk þess sem bráðnauðsynlegt er að allir starfsmenn fái reglulega upplýsingar um hvað bíður þeirra.“ Vikan veitti heldur ekki tilefni til aukinnar bjartsýni um lausn kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Þó miðaði áfram í samkomulagsátt um breytingar á vaktavinnu sem er eitt af þeim púslum sem þarf til að liðka fyrir þeim samningum sem enn eru eftir á opinbera vinnumarkaðnum. Farið varlega í baráttunni við náttúruöflin og ég hvet starfsfólk til að kynna sér réttindi sín ef veður hamlar vinnu. Upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur oft verið bjartara yfir föstudögum en nú. Óveður geisar um allt land en líka á vettvangi vinnumarkaðarins. Enn hótar ISAL að loka álverinu í Straumsvík ef raforkuverð verður ekki lækkað og enn er ekki hægt að klára kjarasamninga starfsfólks vegna stöðunnar. Það er óþolandi að setja starfsfólk trekk í trekk í þá stöðu að vera óvisst um framtíð sína og afkomu. Staða fyrirtækisins og framtíð skiptir máli fyrir fjölda manns og það er líka fjöldi manns sem þarf að taka þátt í samráði um framtíðina, ekki síst fulltrúar starfsfólks. Ég tek heilshugar undir þessar kröfur sem samþykktar voru í Evrópusamráði starfsfólks Rio Tinto í vikunni vegna stöðunnar hjá ISAL og ALUCHEMIE í Hollandi: „Að fulltrúanefnd allra framleiðslustaða í Evrópu fái afhentar upplýsingar og verði höfð með í ráðum um endurskoðun á rekstri ÍSAL og ALUCHEMIE. Að öllum starfsmönnum ALUCHEMIE og ÍSAL verði gefinn kostur á sálfræðiaðstoð vegna þeirrar óvissu sem ríkir um störf þeirra, auk þess sem bráðnauðsynlegt er að allir starfsmenn fái reglulega upplýsingar um hvað bíður þeirra.“ Vikan veitti heldur ekki tilefni til aukinnar bjartsýni um lausn kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Þó miðaði áfram í samkomulagsátt um breytingar á vaktavinnu sem er eitt af þeim púslum sem þarf til að liðka fyrir þeim samningum sem enn eru eftir á opinbera vinnumarkaðnum. Farið varlega í baráttunni við náttúruöflin og ég hvet starfsfólk til að kynna sér réttindi sín ef veður hamlar vinnu. Upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu ASÍ. Góða helgi, Drífa.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar