Erlent

Stærsti fíkniefnafundur sögunnar í Kosta Ríka

Kjartan Kjartansson skrifar
Kókaínið fannst í rúmlega fimm þúsund pakkningum í skjalatöskum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Kókaínið fannst í rúmlega fimm þúsund pakkningum í skjalatöskum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty

Lögreglan í Kosta Ríka lagði hald á meira en fimm tonn af kókaíni í flutningagámi sem átti að senda til Hollands í gær. Fíkniefnafundurinn er sá stærsti í sögu Mið-Ameríkulandsins og hefur karlmaður á fimmtugsaldri verið handtekinn vegna málsins.

Efnið fannst í rúmlega tvö hundruð skjalatöskum sem voru faldar innan um blómaskreytingar í flutningagámi. Í töskunum voru tæplega 5.050 pakkningar af kókaíni sem hver um sig vó um eitt kíló, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Maðurinn sem var handtekinn er sagður 46 ára gamall heimamaður. Mið-Ameríka er ein aðalflutningsleið fíkniefnasmyglara fyrir eiturlyf sem eru send frá Suður-Ameríku til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×