Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. febrúar 2020 20:00 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Decode Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila niðurstöðum persónuleikaprófs fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar er ætlað að afla skilnings hvaða líffræðiferlar leiða til þess að persónuleiki verður til. „Menn með ákveðna persónuleika eru í meiri hættu að fá ákveðna sjúkdóma. Menn með aðra persónuleika eru betri í stakk búnir til að verjast þeim og þetta viljum við allt saman reyna að skilja,“ segir Kári Þeir sem taka prófið geta deilt niðurstöðunum á samfélagsmiðlum. Það varð til þess að dreifingin varð fáheyrð. Gagnrýnisraddir heyrðust fljótlega um möguleg persónuverndarbrot og hvers vegna fólk hefði val um að deila niðurstöðunum. Kári segir Íslenska erfðagreiningu ekki ætla að hafa vit fyrir fólki. Íslendingar eru mjög forvitnir um prófið.Mynd/Skjáskot „Það eru ákvarðanir sem menn taka sjálfir og við hér hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum svo sannnarlega enga löngun til að taka þá ákvörðun fyrir fólk en ég myndi ráðleggja þeim að gera það ekki,“ segir Kári. Hann ítrekar að svona próf hafi lítið gildi fyrir einstaklinga. „Ég held að þessi próf séu í besta falli góð til að skilja hópinn en ekki einstaklinginn. Ég myndi fara mjög varlega í að draga ályktanir um sjálfan mig á grundvelli þessara prófa,“ segir Kári. Gestir Kringlunnar höfðu ýmislegt að segja um prófin í dag en fréttamaður okkar tók nokkra af þeim sem tekið hafa prófið tali, líkt og sjá má hér að neðan.
Facebook Persónuvernd Samfélagsmiðlar Vísindi Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira