„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2020 09:00 Martin ánægður með gullmedalíuna. vísir/getty „Tilfinningin var hrikalega góð. Það er alltof langt síðan ég vann eitthvað. Það var 2014 þegar ég varð Íslandsmeistari með KR,“ sagði Martin Hermannsson, nýkrýndur þýskur bikarmeistari, í samtali við Vísi.Martin og félagar hans í Alba Berlin unnu Baskets Oldenburg í bikarúrslitaleik á sunnudaginn, 89-67. Á síðasta tímabili tapaði Alba Berlin í úrslitum um þýska meistaratitilinn, bikarmeistaratitilinn og í úrslitum EuroCup. Martin segir að sigurinn á sunnudaginn hafi verið mjög sætur í ljósi síðasta tímabils. „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions“. Hitt var orðið svolítið þreytt,“ sagði Martin. Bikarúrslitaleikurinn fór fram í Mercedes-Benz höllinni í Berlín, á heimavelli Alba Berlin. „Stemmningin var geðveik. Það voru um 14.600 manns á vellinum. Það er auðvitað mikið undir. Þeir byrjuðu töluvert betur og við komust ekki í gang í 1. leikhluta og eiginlega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Martin. Oldenburg var þremur stigum yfir í hálfleik, 40-43. „Við vissum að ef við myndum halda háu tempói og ná hraðaupphlaupum myndum við brjótum þá á bak aftur. Við erum með meiri breidd. Við hittum ekkert sérstaklega vel en gerðum það sem til þurfti.“ Fannst ég skulda liðinuMartin skoraði 20 stig í leiknum og var stigahæstur í liði Alba Berlin. Hann nýtti skotin sín vel sem hefur ekki alltaf verið raunin í vetur. „Í leiknum á undan klikkaði ég úr öllum átta þriggja stiga skotunum mínum. Mér fannst ég skulda liðinu aðeins. Það var kannski fínt að taka klikkin út fyrir þennan leik,“ sagði Martin. „Mér leið vel og lét leikinn koma til mín. Mig langaði rosalega að verða meistari og var tilbúinn að gera nánast hvað sem er.“ Þetta var fyrsti titilinn sem Alba Berlin vinnur í fjögur ár, eða síðan liðið varð bikarmeistari 2016. „Þetta var líka fyrsti titilinn sem Alba Berlin vinnur á heimavelli síðan 2013. Það var frekar ljúft að vinna fyrir framan stuðningsmennina sem eru búnir að styðja þvílíkt vel við bakið á okkur.“ Martin og félagar eru hvergi nærri hættir og ætla sér að verða Þýskalandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 2008. „Við erum með lið sem getur farið alla leið. Við vorum óheppnir í fyrra. Lið Bayern München, sem er okkar helsti keppinautur, hefur breyst og við finnum að við getum farið alla leið sem er markmiðið.“Hlakkar til fyrsta sumarfrísins síðan 2009Martin í leik gegn Real Madrid.vísir/gettyAlba Berlin tekur þátt í EuroLeague, þar sem bestu lið Evrópu mætast. Því fylgir mikið álag sem Martin segist hafa fundið fyrir. „Ég hef verið að læra á líkamann upp á nýtt. Ég hef aldrei kynnst svona svakalegu leikjaálagi og ferðalögum,“ sagði Martin. „Ég er byrjaður að finna til á stöðum sem ég ekki fundið til áður. Þetta er lærdómstímabil fyrir mig og mér finnst ég hafa höndlað þetta ágætlega. En ég hlakka líka til að fá sumarfrí, það fyrsta síðan 2009.“En eru einhverjir þættir sem Martin þarf að bæta í sínum leik til að standa betur að vígi í baráttuna við þá bestu? „Vörnin hefur þroskast mikið. Ég hef lagt mikla áherslu á varnarleikinn og er orðinn miklu betri varnarmaður en ég var,“ svaraði Martin. „Ég hef ekki hitt vel í vetur, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Ég þarf líka að vinna í andlega þættinum, að halda mér ferskum og finna ánægjuna í að spila 80 leiki á ári.“Örugglega á pari við NBAMartin nýtur þess að spila við bestu leikmenn Evrópu.vísir/gettyMartin segir það mikla upplifun að spila við bestu lið Evrópu, nánast í hverri viku. „Þetta eru þvílík forréttindi. Þetta er miklu stærra en Íslendingar gera sér grein fyrir. Það er synd að þetta sé ekki sýnt og fólk viti ekki meira um EuroLeague,“ sagði Martin. „Þetta er örugglega á pari við NBA-deildina. Ég geri stundum grín að því að það sé spiluð vörn þarna en ekki í NBA.“En hvaða leikir hvaða staðið upp úr í vetur? „Báðar ferðirnar til Tyrklands voru eftirminnilegar. Við töpuðum reyndar báðum leikjunum í framlengingu. En að spila í Istanbúl að spila fyrir framan þessa blóðheitu stuðningsmenn var frekar magnað,“ sagði Martin. Gaman að komast á þennan listaMartin lék frábærlega í báðum leikjum Alba Berlin í Grikklandi, gegn Panathinaikos og Olympiacos.vísir/getty„Svo var gaman að vinna Rauðu stjörnuna í Serbíu fyrir framn fulla höll, 20.000 manns. Allir þessir leikir sitja fast í manni. Maður er að gera þetta í fyrsta skipti og spila á móti leikmönnum sem maður hefur litið upp til. Það er eitthvað fallegt við alla leikina.“ Martin komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa skorað 20 stig og gefið tíu stoðsendingar í leik í EuroLeague þegar hann afrekaði það í sigri á Panathinaikos í Aþenu, 105-106, í tvíframlengdum leik í nóvember. „Það var gaman að komast á þennan lista. Það sannaði fyrir mér hvað ég get gert á þessu stigi,“ sagði Martin.Maður þarf að láta reyna á sigMartin nýtur lífsins í Berlín.vísir/gettySamningur Martins við Alba Berlin rennur út eftir tímabilið. Hann segir óljóst hvað tekur við. „Í sumar skoða ég hvað er best fyrir mig,“ sagði Martin. Hann er opinn fyrir því að spila áfram með Alba Berlin. „Ég myndi klárlega skoða það. Það yrði erfitt að fara frá Berlín, bæði út af körfuboltanum og lífinu hérna. En maður þarf að láta reyna á sig og sjá hversu langt maður getur náð. Ég held öllu opnu,“ sagði Martin að lokum. Íslendingar erlendis Körfubolti Tengdar fréttir Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill. 17. febrúar 2020 11:30 Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig. 16. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Tilfinningin var hrikalega góð. Það er alltof langt síðan ég vann eitthvað. Það var 2014 þegar ég varð Íslandsmeistari með KR,“ sagði Martin Hermannsson, nýkrýndur þýskur bikarmeistari, í samtali við Vísi.Martin og félagar hans í Alba Berlin unnu Baskets Oldenburg í bikarúrslitaleik á sunnudaginn, 89-67. Á síðasta tímabili tapaði Alba Berlin í úrslitum um þýska meistaratitilinn, bikarmeistaratitilinn og í úrslitum EuroCup. Martin segir að sigurinn á sunnudaginn hafi verið mjög sætur í ljósi síðasta tímabils. „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions“. Hitt var orðið svolítið þreytt,“ sagði Martin. Bikarúrslitaleikurinn fór fram í Mercedes-Benz höllinni í Berlín, á heimavelli Alba Berlin. „Stemmningin var geðveik. Það voru um 14.600 manns á vellinum. Það er auðvitað mikið undir. Þeir byrjuðu töluvert betur og við komust ekki í gang í 1. leikhluta og eiginlega ekki í fyrri hálfleik,“ sagði Martin. Oldenburg var þremur stigum yfir í hálfleik, 40-43. „Við vissum að ef við myndum halda háu tempói og ná hraðaupphlaupum myndum við brjótum þá á bak aftur. Við erum með meiri breidd. Við hittum ekkert sérstaklega vel en gerðum það sem til þurfti.“ Fannst ég skulda liðinuMartin skoraði 20 stig í leiknum og var stigahæstur í liði Alba Berlin. Hann nýtti skotin sín vel sem hefur ekki alltaf verið raunin í vetur. „Í leiknum á undan klikkaði ég úr öllum átta þriggja stiga skotunum mínum. Mér fannst ég skulda liðinu aðeins. Það var kannski fínt að taka klikkin út fyrir þennan leik,“ sagði Martin. „Mér leið vel og lét leikinn koma til mín. Mig langaði rosalega að verða meistari og var tilbúinn að gera nánast hvað sem er.“ Þetta var fyrsti titilinn sem Alba Berlin vinnur í fjögur ár, eða síðan liðið varð bikarmeistari 2016. „Þetta var líka fyrsti titilinn sem Alba Berlin vinnur á heimavelli síðan 2013. Það var frekar ljúft að vinna fyrir framan stuðningsmennina sem eru búnir að styðja þvílíkt vel við bakið á okkur.“ Martin og félagar eru hvergi nærri hættir og ætla sér að verða Þýskalandsmeistarar í fyrsta sinn síðan 2008. „Við erum með lið sem getur farið alla leið. Við vorum óheppnir í fyrra. Lið Bayern München, sem er okkar helsti keppinautur, hefur breyst og við finnum að við getum farið alla leið sem er markmiðið.“Hlakkar til fyrsta sumarfrísins síðan 2009Martin í leik gegn Real Madrid.vísir/gettyAlba Berlin tekur þátt í EuroLeague, þar sem bestu lið Evrópu mætast. Því fylgir mikið álag sem Martin segist hafa fundið fyrir. „Ég hef verið að læra á líkamann upp á nýtt. Ég hef aldrei kynnst svona svakalegu leikjaálagi og ferðalögum,“ sagði Martin. „Ég er byrjaður að finna til á stöðum sem ég ekki fundið til áður. Þetta er lærdómstímabil fyrir mig og mér finnst ég hafa höndlað þetta ágætlega. En ég hlakka líka til að fá sumarfrí, það fyrsta síðan 2009.“En eru einhverjir þættir sem Martin þarf að bæta í sínum leik til að standa betur að vígi í baráttuna við þá bestu? „Vörnin hefur þroskast mikið. Ég hef lagt mikla áherslu á varnarleikinn og er orðinn miklu betri varnarmaður en ég var,“ svaraði Martin. „Ég hef ekki hitt vel í vetur, sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Ég þarf líka að vinna í andlega þættinum, að halda mér ferskum og finna ánægjuna í að spila 80 leiki á ári.“Örugglega á pari við NBAMartin nýtur þess að spila við bestu leikmenn Evrópu.vísir/gettyMartin segir það mikla upplifun að spila við bestu lið Evrópu, nánast í hverri viku. „Þetta eru þvílík forréttindi. Þetta er miklu stærra en Íslendingar gera sér grein fyrir. Það er synd að þetta sé ekki sýnt og fólk viti ekki meira um EuroLeague,“ sagði Martin. „Þetta er örugglega á pari við NBA-deildina. Ég geri stundum grín að því að það sé spiluð vörn þarna en ekki í NBA.“En hvaða leikir hvaða staðið upp úr í vetur? „Báðar ferðirnar til Tyrklands voru eftirminnilegar. Við töpuðum reyndar báðum leikjunum í framlengingu. En að spila í Istanbúl að spila fyrir framan þessa blóðheitu stuðningsmenn var frekar magnað,“ sagði Martin. Gaman að komast á þennan listaMartin lék frábærlega í báðum leikjum Alba Berlin í Grikklandi, gegn Panathinaikos og Olympiacos.vísir/getty„Svo var gaman að vinna Rauðu stjörnuna í Serbíu fyrir framn fulla höll, 20.000 manns. Allir þessir leikir sitja fast í manni. Maður er að gera þetta í fyrsta skipti og spila á móti leikmönnum sem maður hefur litið upp til. Það er eitthvað fallegt við alla leikina.“ Martin komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa skorað 20 stig og gefið tíu stoðsendingar í leik í EuroLeague þegar hann afrekaði það í sigri á Panathinaikos í Aþenu, 105-106, í tvíframlengdum leik í nóvember. „Það var gaman að komast á þennan lista. Það sannaði fyrir mér hvað ég get gert á þessu stigi,“ sagði Martin.Maður þarf að láta reyna á sigMartin nýtur lífsins í Berlín.vísir/gettySamningur Martins við Alba Berlin rennur út eftir tímabilið. Hann segir óljóst hvað tekur við. „Í sumar skoða ég hvað er best fyrir mig,“ sagði Martin. Hann er opinn fyrir því að spila áfram með Alba Berlin. „Ég myndi klárlega skoða það. Það yrði erfitt að fara frá Berlín, bæði út af körfuboltanum og lífinu hérna. En maður þarf að láta reyna á sig og sjá hversu langt maður getur náð. Ég held öllu opnu,“ sagði Martin að lokum.
Íslendingar erlendis Körfubolti Tengdar fréttir Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill. 17. febrúar 2020 11:30 Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig. 16. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill. 17. febrúar 2020 11:30
Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig. 16. febrúar 2020 21:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum