Upptökur úr búkmyndavél sendar til NEL Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2020 07:33 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL). Einn lögreglumannanna var sakaður um að hafa kjálkabrotið ungan karlmann. Myndband af handtökunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést lögreglumaður skipa manninum að leggjast niður og beinir piparúða að honum. Maðurinn hafði verið að mynda aðgerðir lögreglu sem hafði mætt á vettvang vegna hópslagsmála sem talið er að maðurinn hafi verið þátttakandi í. Samkvæmt skoðun læknis var maðurinn kjálkabrotinn og einnig brotnaði upp úr tönnum hans en hann sagði áverkana vera eftir handtöku lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að myndbandsupptökur úr búkmyndavélum og eftirlitsmyndavélum sýni að maðurinn hafi verið með áverkana þegar lögreglu bar að garði. Í dag hafi verið ákveðið að taka saman öll gögn í málinu og senda til nefndar um eftirlit með lögreglu. „Lögreglan hefur ekkert að fela í þessu máli -- þannig að til þess að tryggja að það sé engin tortryggni sem hefur komið fram í umræðu þá var sú ákvörðun tekin í dag að senda öll gögn til nefndarinnar þannig að hún gæti skoðað og komið með úrskurð um hvað átti sér stað,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sýni mikilvægi þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar. „Við náttrulega erum búnir að vera auka notkun þessara véla. Það er aukning á kærum á hendur lögreglu og við viljum geta sagt og sýnt hvað fer fram þegar lögregla er að störfum,“ segir Ásgeir Þór. Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að senda upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem tóku þátt í aðgerðum í Bankastræti aðfaranótt laugardags, til Nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL). Einn lögreglumannanna var sakaður um að hafa kjálkabrotið ungan karlmann. Myndband af handtökunni fór í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar sést lögreglumaður skipa manninum að leggjast niður og beinir piparúða að honum. Maðurinn hafði verið að mynda aðgerðir lögreglu sem hafði mætt á vettvang vegna hópslagsmála sem talið er að maðurinn hafi verið þátttakandi í. Samkvæmt skoðun læknis var maðurinn kjálkabrotinn og einnig brotnaði upp úr tönnum hans en hann sagði áverkana vera eftir handtöku lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir að myndbandsupptökur úr búkmyndavélum og eftirlitsmyndavélum sýni að maðurinn hafi verið með áverkana þegar lögreglu bar að garði. Í dag hafi verið ákveðið að taka saman öll gögn í málinu og senda til nefndar um eftirlit með lögreglu. „Lögreglan hefur ekkert að fela í þessu máli -- þannig að til þess að tryggja að það sé engin tortryggni sem hefur komið fram í umræðu þá var sú ákvörðun tekin í dag að senda öll gögn til nefndarinnar þannig að hún gæti skoðað og komið með úrskurð um hvað átti sér stað,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að málið sýni mikilvægi þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar. „Við náttrulega erum búnir að vera auka notkun þessara véla. Það er aukning á kærum á hendur lögreglu og við viljum geta sagt og sýnt hvað fer fram þegar lögregla er að störfum,“ segir Ásgeir Þór.
Lögreglan Reykjavík Tengdar fréttir Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09
Segir orðspor lögreglumannsins dregið niður í svaðið Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að með fullri vissu sé hægt að segja að áverkar rúmlega tvítugs karlmanns hafi ekki komið til vegna aðgerða lögreglu í Bankastræti aðfaranótt laugardags. Myndefni úr búkmyndavélum lögreglumanna og úr öryggismyndavélum sýni það. 16. febrúar 2020 22:01