Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. febrúar 2020 17:45 Stefnt er að því að setja í embætti ríkislögreglustjóra fljótlega. Vísir/Vilhelm Hæfisnefnd fer nú yfir umsækjendur í embætti ríkislögreglustjóra en stefnt hefur verið að því að setja í stöðuna 1. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur aflað eru líkur á að það gæti frestast og gæti orðið allt að tveimur vikum seinna. Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Það er lögreglustjóra á Austurlandi, embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum og í embætti ríkislögreglustjóra. Sú ráðning er samkvæmt upplýsingum í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. Sjö sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra eftir að Haraldur Johannessen lét af embætti um áramótin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri á fyrsta fundi rögregluráðs.Vísir/Jóhann K. Hæfisnefnd skilar lista á næstu dögum Hæfisnefnd hefur ekki skilað meðmælalista til dómsmálaráðherra en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gæti það gerst fljótlega. Dómsmálaráðherra mun svo taka viðtöl við umsækjendur. Frá því Haraldur Johannessen, lét af embætti hefur Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, gengt stöðu ríkislögreglustjóra tímabundið og átti að vera til 1. mars næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði hæfisnefnd um skipan nýs ríkislögreglustjóra. Í nefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskóla í Reykjavík, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Andri sagði í samtali við fréttastofu á ráðningarferlið enn í vinnslu og vísaði að öðru leiti til dómsmálaráðuneytisins um frekari upplýsingar. Á sama tíma og staða ríkislögreglustóra var auglýst var jafnframt auglýst eftir lögreglustjóra á Austurland en Inger Linda Jónsdóttir, lætur af embætti um næstu mánaðamót sökum aldurs. Hún hefur verið lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2014. Þá var líka auglýst eftir sýslumanni í Vestmannaeyjum. Fimm konur sóttu um stöðuna. Sæunn Magnúsdóttir, staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Aníta Óðinsdóttir, lögmaður. Arndís Soffía Sigurðardóttir, staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi. Guðbjörg Anna Bergsdóttir, lögmaður og Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Hæfisnefnd fer nú yfir umsækjendur í embætti ríkislögreglustjóra en stefnt hefur verið að því að setja í stöðuna 1. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur aflað eru líkur á að það gæti frestast og gæti orðið allt að tveimur vikum seinna. Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Það er lögreglustjóra á Austurlandi, embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum og í embætti ríkislögreglustjóra. Sú ráðning er samkvæmt upplýsingum í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. Sjö sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra eftir að Haraldur Johannessen lét af embætti um áramótin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri á fyrsta fundi rögregluráðs.Vísir/Jóhann K. Hæfisnefnd skilar lista á næstu dögum Hæfisnefnd hefur ekki skilað meðmælalista til dómsmálaráðherra en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gæti það gerst fljótlega. Dómsmálaráðherra mun svo taka viðtöl við umsækjendur. Frá því Haraldur Johannessen, lét af embætti hefur Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, gengt stöðu ríkislögreglustjóra tímabundið og átti að vera til 1. mars næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði hæfisnefnd um skipan nýs ríkislögreglustjóra. Í nefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskóla í Reykjavík, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Andri sagði í samtali við fréttastofu á ráðningarferlið enn í vinnslu og vísaði að öðru leiti til dómsmálaráðuneytisins um frekari upplýsingar. Á sama tíma og staða ríkislögreglustóra var auglýst var jafnframt auglýst eftir lögreglustjóra á Austurland en Inger Linda Jónsdóttir, lætur af embætti um næstu mánaðamót sökum aldurs. Hún hefur verið lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2014. Þá var líka auglýst eftir sýslumanni í Vestmannaeyjum. Fimm konur sóttu um stöðuna. Sæunn Magnúsdóttir, staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Aníta Óðinsdóttir, lögmaður. Arndís Soffía Sigurðardóttir, staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi. Guðbjörg Anna Bergsdóttir, lögmaður og Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19
Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30