Ökufantarnir eru sextán og sautján ára, grunaðir um hnupl og reyndu að flýja vettvang Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 10:16 Drengirnir voru handteknir í grennd við húsnæði Matvælastofnunar á Selfossi. Vísir/Egill Þrír drengir, sem lögregla á Suðurlandi handtók á Selfossi í gær eftir ofsaakstur á stolinni bifreið, eru sextán og sautján ára. Auk umferðarlagabrota eru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi á veitingastað á Hvolsvelli, auk þess sem þeir reyndu að flýja lögreglu er þeir voru stöðvaðir á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir á Selfossi að lokinni eftirför lögreglu eftir Suðurlandsvegi. Þeir væru grunaðir um að hafa verið á stolinni bifreið, ekki sinnt stöðvunarmerkjum og keyrt á 140 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest lét. Lögregla greinir nú frá því að umræddir einstaklingar hafi verið þrír drengir, fæddir 2003 og 2004. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið á Rangárvöllum í gær og ekið á Hvolsvöll þar sem þeir eru grunaðir um að hafa hnuplað áfengi af veitingastað. Hugðust forða sér á hlaupum Þá hafi þeir ekki virt stöðvunarmerki lögreglu þegar til stóð að hafa afskipti af þeim og ekið sem leið lá vestur eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi. Þar var akstur þeirra stöðvaður með naglamottu sem lögð var yfir veginn. „Miklar ráðstafanir voru gerðar á meðan á þessu stóð og var klippubíll frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkrabifreiðar frá HSU í viðbragðsstöðu við akstursleið drengjanna ef slys yrðu á fólki en töluverð umferð var um Suðurlandsveg á þessum tíma,“ segir í tilkynningu. Engan sakaði, hvorki drengina né vegfarendur sem urðu á vegi þeirra. Dekk á bíl drengjanna urðu loks loftlaus sökum naglamottunnar skömmu eftir að honum var beygt inn á götuna Langholt á Selfossi, og þaðan inn á lóð Matvælastofnunar. Þeir voru handteknir er þeir hugðust forða sér á hlaupum af vettvangi. Drengirnir voru vistaðir á viðeigandi stofnun að lokinni töku blóðsýnis úr ökumanni og öflun upplýsinga. Þá segir í tilkynningu lögreglu að síðustu tvo daga hafi 34 ökumenn til viðbótar verið kærðir fyrir að aka of hratt á Suðurlandi. Þrír þeirra mældust á 146, 148 og 150 kílómetra hraða en aðrir á bilinu 110 til 135 kílómetra hraða. Flestir ökumannanna, eða 24, voru á ferðinni í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum. Árborg Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þrír drengir, sem lögregla á Suðurlandi handtók á Selfossi í gær eftir ofsaakstur á stolinni bifreið, eru sextán og sautján ára. Auk umferðarlagabrota eru þeir grunaðir um að hafa stolið áfengi á veitingastað á Hvolsvelli, auk þess sem þeir reyndu að flýja lögreglu er þeir voru stöðvaðir á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Greint var frá því í gær að þrír hefðu verið handteknir á Selfossi að lokinni eftirför lögreglu eftir Suðurlandsvegi. Þeir væru grunaðir um að hafa verið á stolinni bifreið, ekki sinnt stöðvunarmerkjum og keyrt á 140 kílómetra hraða á klukkustund þegar mest lét. Lögregla greinir nú frá því að umræddir einstaklingar hafi verið þrír drengir, fæddir 2003 og 2004. Þeir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið á Rangárvöllum í gær og ekið á Hvolsvöll þar sem þeir eru grunaðir um að hafa hnuplað áfengi af veitingastað. Hugðust forða sér á hlaupum Þá hafi þeir ekki virt stöðvunarmerki lögreglu þegar til stóð að hafa afskipti af þeim og ekið sem leið lá vestur eftir þjóðvegi 1 í átt að Selfossi. Þar var akstur þeirra stöðvaður með naglamottu sem lögð var yfir veginn. „Miklar ráðstafanir voru gerðar á meðan á þessu stóð og var klippubíll frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkrabifreiðar frá HSU í viðbragðsstöðu við akstursleið drengjanna ef slys yrðu á fólki en töluverð umferð var um Suðurlandsveg á þessum tíma,“ segir í tilkynningu. Engan sakaði, hvorki drengina né vegfarendur sem urðu á vegi þeirra. Dekk á bíl drengjanna urðu loks loftlaus sökum naglamottunnar skömmu eftir að honum var beygt inn á götuna Langholt á Selfossi, og þaðan inn á lóð Matvælastofnunar. Þeir voru handteknir er þeir hugðust forða sér á hlaupum af vettvangi. Drengirnir voru vistaðir á viðeigandi stofnun að lokinni töku blóðsýnis úr ökumanni og öflun upplýsinga. Þá segir í tilkynningu lögreglu að síðustu tvo daga hafi 34 ökumenn til viðbótar verið kærðir fyrir að aka of hratt á Suðurlandi. Þrír þeirra mældust á 146, 148 og 150 kílómetra hraða en aðrir á bilinu 110 til 135 kílómetra hraða. Flestir ökumannanna, eða 24, voru á ferðinni í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslum.
Árborg Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum. 18. febrúar 2020 21:29