Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2020 10:43 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna „Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
„Við höfum ekki verið að svara markaðnum sem skyldi,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna um ástandið á íslenskum grænmetismarkaði. Hann segir raforkuverð reynast mörgum bændum þungt í skauti. Gunnlaugur ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Var þar rætt um það að neytendur hafi orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana. „Við höfum ekki verið að bæta í framleiðsluna eins og þarf til að sinna markaði. Íslenskir neytendur hafa stigið fram og beðið um meira af okkar vörum. Það er mikil eftirspurn. Við erum ekki bara að tala um gúrku, heldur tómata. Menn eru kannski orðnir vanir því að það vanti tómata allan veturinn, meira eða minna,“ segir Gunnlaugur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Segir vitlaust gefið þegar kemur að raforku Gunnlaugur segir garðyrkjubændur finna fyrir meiri eftirspurn en nokkurn tímann áður. „Við erum hins vegar að sjá minnkandi framleiðslu. Þá kann einhver að spyrja: Hvernig stendur á þessu? Er þetta ekki nægilega arðsamt? Þetta er þekkingargrein. Þetta er vandasöm ræktun. Við eigum hérna orku í landinu, bæði heitt og kalt vatn og rafmagn sem við nýtum í þessa framleiðslu. Afar okkar og ömmur byggðu þessi fyrirtæki, það er að segja orkufyrirtækin, til að sinna landi og þjóð. Síðan erum við komin í þá stöðu að það er bara vitlaust gefið. Við höfum sýnt fram á að það áður að þessi hugmyndafræði um flutningskostnaðinn á rafmagninu, þar er stóralvarlegt mál á ferðinni. Þar er einokun. Þar er gamla einokunarverslun Dana komin aftur. Það er skipt í ákveðin svæði. RARIK hefur ákveðin svæði, Orkuveitan og svo framvegis. Þeir ráða gjaldskránni. Ef menn segja: „Nei, ég legg þá bara strenginn sjálfur…“ Nei, þú borgar stofngjald, þú borgar afnotagjald, þú borgar einhvers konar flutningsgjaldskrá. Ef menn skoða arðsemina hjá þessum mönnum og konum, þá er þetta alveg geigvænlegt,“ segir Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira