Sportpakkinn: Mercedes í sérflokki enn eina ferðina Arnar Björnsson skrifar 19. febrúar 2020 22:30 Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar. Formúla Sportpakkinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrsta æfing fyrir Ástralíukappaksturinn í formúlunni var í Barcelona í dag. Þar fengu ökuþórarnir að reyna vélfákana sem nota á keppnistíðinni. Fyrsti kappaksturinn verður í Ástralíu 15. mars og keppnistíðinni lýkur í Abu Dhabi 29. nóvember, þá verður 21. umferðin. Þegar er búið að blása af kappakurinn í Kína sem fyrirhugaður var um miðjan apríl. Keppnin í ár verður sú 71. í röðinni. Núna hefur æfingadögunum verið fækkað niður í 6 og því skiptir máli að nýta þá vel. Einn þeirra sem ekki gat æft í dag var Sebastian Vettel, hann var veikur. Liðsfélagi hans hjá Ferrari Charles Leclerc náði sjöunda besta tíma á æfingunni í dag. Miðað við æfinguna í dag eru Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og Valteri Bottas í sérflokki. Heimsmeistarinn Hamilton náði bestum tíma í dag, varð 0,337 sekúndum á undan félaga sínum Bottas. Mexikóinn, Sergio Perez, náði þriðja besta tímanum. Perez varð í tíunda sæti á síðustu keppnistíð þar sem hann endaði tvisvar í sjötta sæti. Hann ekur fyrir Racing Point-liðið. Max Verstappen á Red Bull náði fjórða besta tímanum á æfingunum í dag. Hann endaði í fjórða sæti á síðustu keppnistíð, varð 48 stigum á eftir Bottas í keppni um heimsmeistaratitilinn. Í næstu sætum komu Daniil Kvyat (Alpha Tauri), Carlos Sainz (McLaren) og Renault ökumennirnir Daniel Ricciardo og Esteban Ocon sem náðu sjöunda og áttunda besta tímanum í dag. Æfingar halda áfram í Barcelona til 21. febrúar.
Formúla Sportpakkinn Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira