Landsliðskona á langan bata fyrir höndum eftir rútuslysið nærri Blönduósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2020 07:15 Berglind í leik með Snæfelli í körfuboltanum. Vísir/Bára Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur. Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur.
Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira