Erlent

Sagði konur bara greina frá áreitni sé gerandinn óaðlaðandi

Andri Eysteinsson skrifar
Lenin Moreno, forseti Ekvador.
Lenin Moreno, forseti Ekvador. Getty/Paul Marotta

Lenin Moreno, forseti Suður-Ameríku ríkisins Ekvador hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á ráðstefnu í borginni Guayaquil á föstudaginn. Á ráðstefnunni ræddi forsetinn kynferðislega áreitni og sagði konur eingöngu tilkynna áreitni sem þær eru beittar ef gerandinn er óaðlaðandi. BBC greinir frá.

„Konur tilkynna oft um áreitni, það er rétt og það er gott að þær geri það. Það er að segja, það er áreitni þegar gerandinn er ómyndarlegur. Ef gerandinn er aðlaðandi, þá finnst þeim það jafnan ekki vera áreitni,“ sagði Moreno.

Þá sagði Moreno á sömu ráðstefnu að karlmenn væru stöðugt í hættu á að vera ranglega ásakaður um kynferðisbrot. Eftir að myndband af orðum Moreno komst í dreifingu var forsetinn harðlega gagnrýndur og kallaður kvenhatari.

Moreno baðst afsökunar á Twitter síðu sinni þar sem hann sagðist ekki hafa ætlað að smætta jafnmikilvæga umræðu og umræðuna um kynferðisbrot. Baðst hann afsökunar á ef einhver hafi misskilið orð hans og sagðist hann hafni ofbeldi gegn konum með öllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×