Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 19:45 Hildur Guðnadóttir á rauða dreglinum í kvöld. Vísir/EPA Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Í kvöld vann hún BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. BAFTA-verðlaunin eru afhent af bresku kvikmyndaakademíunni og þykja afar eftirsóknarverð. Sigur Hildar í kvöld ýtir enn frekar undir þær vonir að hún beri sigur úr býtum á Óskarsverðlaununum þar sem hún er einnig tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Þetta eru þriðju stóru verðlaunin sem Hildur vinnur í ár en hún hefur nú þegar unnið Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hún var önnur konan til þess að hljóta Golden Globe-verðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að gera það ein. Líkt og fyrr sagði er Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Óhætt er að segja að Hildur sé á mikilli sigurgöngu um þessar mundir. Fari svo að Hildur vinni Óskarsverðlaun verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þann heiður. Hildur Guđnadóttir wins best original score for "Joker" at #EEBAFTAshttps://t.co/iPpZJ3HOlC— Variety (@Variety) February 2, 2020 BAFTA Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Í kvöld vann hún BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. BAFTA-verðlaunin eru afhent af bresku kvikmyndaakademíunni og þykja afar eftirsóknarverð. Sigur Hildar í kvöld ýtir enn frekar undir þær vonir að hún beri sigur úr býtum á Óskarsverðlaununum þar sem hún er einnig tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni. Þetta eru þriðju stóru verðlaunin sem Hildur vinnur í ár en hún hefur nú þegar unnið Golden Globe fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker og Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hún var önnur konan til þess að hljóta Golden Globe-verðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta til þess að gera það ein. Líkt og fyrr sagði er Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í kvikmyndinni um Jókerinn og er þar með sjöundi Íslendingurinn til að fá tilnefningu. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Óhætt er að segja að Hildur sé á mikilli sigurgöngu um þessar mundir. Fari svo að Hildur vinni Óskarsverðlaun verður hún fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þann heiður. Hildur Guđnadóttir wins best original score for "Joker" at #EEBAFTAshttps://t.co/iPpZJ3HOlC— Variety (@Variety) February 2, 2020
BAFTA Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14 Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hildur vann Grammy fyrir Chernobyl Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í kvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 26. janúar 2020 21:14
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50
Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00