Körfubolti

Sportpakkinn: Hundsvekktur KR-þjálfari eftir tap á Króknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stólarnir fagna hér sigrinum á KR með stuðningsmönnum sínum.
Stólarnir fagna hér sigrinum á KR með stuðningsmönnum sínum. Mynd/S2 Sport

KR-ingum tókst ekki að komast upp fyrir Tindastól og í þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikinn í Síkinu í gærkvöldi.

KR og Tindastóll voru bæði með 20 stig fyrir leikinn en hver sigur er nú dýrmætur í baráttunni um heimavallarrrétt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.

KR byrjaði vetur og var fimm stigum yfir að loknum fyrsta leikhluta. Stólarnir léku betur í öðrum leikhluta og voru stigi yfir í hálfleik, 40-39.

KR-ingar bitu frá sér í fjórða leikhluta og komust aftur yfir en viðureign þeirra var æsispennandi á lokamínútunum þar sem Tindastóll vann nauman sigur, 80-76.

Deremy Geiger og Sinisa Bilic voru stighæstir hjá Tindastól með 16 stig hvor en eftir þennan sigur er liðið í 3. sæti með 22 stig.

„Það er bara áfram gakk því þetta er bara einn sigur. Það er bara næsti leikur á fimmtudaginn og við förum klárir í hann líka,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls eftir leikinn.

Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR með sextán stig en tólf þeirra komu á fyrstu fimm mínútum leiksins.

„Þetta er fáránlega svekkjandi. Ég er hundsvekktur með þennan leik því mér fannst við leggja alveg gríðarlega mikið í þennan leik og spila góða vörn. Þeir hefði ekki skorað 80 stig ef þeir hefðu fengið öll þessi víti í lokin,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR.

Ég er mjög ánægður með vörnina okkar. Við fengum síðan fullt af skotum til að komast meira yfir eftir risakörfu frá Jakobi en eftir það hittum við ekki neitt. Það er bara dýrt í svona leik. Tindastólsliðið er mjög sterkt en við erum það líka. Það voru bara tvö öflug lið að berjast og þetta datt þeirra megin í dag,“ sagði Ingi Þór.

Það má sjá alla frétt Gaupa um leikinn hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Hundsvekktur KR-þjálfari eftir tap á Króknum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×