Fótbolti

Sportpakkinn: Sjóðheitir framherjar hjá Internazionale og Lazio

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ciro Immobile fagnar marki fyir Lazio í gær en hann hefur skorað 25 mörk í 21 leik á leiktíðinni.
Ciro Immobile fagnar marki fyir Lazio í gær en hann hefur skorað 25 mörk í 21 leik á leiktíðinni. Getty/MB Media

Guðjón Guðmundsson fór yfir sigra Internazionale og Lazio í ítölsku Seríu A í fótbolta í gærkvöldi en bæði elta þau topplið Juventus.

Romelu Lukaku skoraði bæði mörk Internazionale í 2-0 útisigri á Udinese en þessi gamli leikmaður Manchester United er nú kominn með sextán deildarmörk á sínu fyrsta tímabili með Internazionale.

Markahæsti maður ítölsku deildarinnar er aftur á móti Ciro Immobile hjá Lazio sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt að auki í 5-1 sigri Lazio á SPAL á Ólympíuleikvanginum í Róm í gær.

Ciro Immobile er þar með komin með 25 mörk í 21 deildarleik á þessu tímabili.

Juventus er áfram á toppi ítölsku deildarinnar með 54 stig, eða með þremur stigum meira en Internazionale og með fimm stigum meira en Lazio. Lazio á hins vegar einn leik inni á efstu tvö liðin.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Gaupa um sjóðheita framherja Internazionale og Lazio, þá Romelu Lukaku og Ciro Immobile.

Klippa: Sportpakkinn: Heitir framherjar hjá Internazionale og Lazio








Fleiri fréttir

Sjá meira


×