Bretar ætla að flýta áformum um að banna bensínbíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:13 Umferð í miðborg London. Ef áform stjórnvalda ganga eftir verða aðeins rafmagns- og aðrir kolefnisfríir bílar í umferð eftir árið 2035. Vísir/EPA Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Sjá meira
Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.
Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Sjá meira