Bretar ætla að flýta áformum um að banna bensínbíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:13 Umferð í miðborg London. Ef áform stjórnvalda ganga eftir verða aðeins rafmagns- og aðrir kolefnisfríir bílar í umferð eftir árið 2035. Vísir/EPA Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.
Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira