Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 14:24 Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent