Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Ragna Árnadóttir tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis í dag. Vísir/Elín Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín Alþingi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín
Alþingi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira