Vodafone ver 200 milljónum evra í að fjarlægja Huawei-búnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 12:15 Uppbygging 5G-kerfisins hefur orðið einn af snertiflötunum í köldu stríði Kína og Bandaríkjanna. Getty/Oliver Berg Fjarskiptafyrirtækið Vodafone Group hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. Frá þessu greindi forstjóri Vodafone á blaðamannafundi í morgun. Ætlað er að taka muni um fimm ár að fjarlægja íhlutina og að það muni kosta Vodafone um 200 milljón evrur. Forstjóri Sýnar telur að þetta muni þó ekki snerta starfsemi Vodafone á Íslandi. Forstjóri Vodafone Group, Nick Read, sagði að ákvörðun fyrirtækisins mætti rekja til tveggja nýlegra vendinga. Annars vegar takmörkuðu bresk stjórnvöld á dögunum aðkomu Huawei að uppsetningu 5G-kerfisins þar í landi. Þannig er óheimilt að nota íhluti frá Huawei nærri herstöðvum og kjarnorkuverum. Auk þess má búnaður frá Huawei ekki vera í kjarna dreifikerfisins, þar sem öll helstu gögn flæða í gegn, á Bretlandseyjum. Var það gert vegna viðvarana, ekki síst frá bandarískum stjórnvöldum, um að Kína geti hagnýtt búnað Huawei til njósna eða annarra óeðlilegra afskipta. Hins vegar gaf Evrópusambandið nýlega út fyrirmæli, sem kölluð eru verkfærakista, um hvernig skuli standa að uppbyggingu 5G-netsins í Evrópu. Þar er til að mynda drepið á hættunni sem getur fylgt því að ríki verði of háð einum birgja, auk þess sem varað er við því að erlend ríki geti haft áhrif á 5G-kerfin með þrýstingi á framleiðendur búnaðarins. Þessi varúðarorð tóna óneitanlega við málflutning Bandaríkjastjórnar á síðustu misserum, sem varaforseti Bandaríkjanna viðhafði .d. á tröppum Höfða síðastliðið haust. Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar, sagði í samtali við Spegilinn að það megi óneitanlega greina bandarískan tón í verkfærakistu ESB. „Mér sýnist vera sammælst um það innan Evrópusambandsins að taka á þessum nýju hættum með þessum samræmda hætti,“ sagði Hrafnkell. Fyrrnefndur Nick Read segir að ákvörðunin um að fjarlægja Huawei-búnað úr kjörnum dreifikerfisins muni einna helst hafa áhrif á Spáni og í Austur-Evrópu. Ekki þurfi að ráðast í stórvægilegar aðgerðir í Bretlandi því Huawei-tækni sé ekki finna í þarlendum kjörnum. Hann nýtti tækifærið á blaðamannafundi í morgun til þess að hrósa breskum stjórnvöldum fyrir að fara ekki að tilmælum Bandaríkjanna og útiloka Huawei fullkomlega frá uppbyggingu 5G-kerfisins þar í landi. Nálgun Breta sé „byggð á staðreyndum“ og geri greinarmun á kjörnum og öðrum þáttum dreifikerfisins. Reid segist óttast að fyrirmæli Evrópusambandsins um að ríki reiði sig á marga birgja séu til þess fallin að hægja á uppbyggingu 5G-netsins í Evrópu. „Bandaríkin þjóta áfram, Kína þýtur áfram. Við megum ekki láta þessa uppbyggingu sitja á hakanum og því tel ég að þessar takmarkanir séu heftandi að þessu leyti.“ Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.Vísir/vilhelm Aðspurður um ákvörðun Vodafone í Evrópu segist Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar sem rekur Vodafone á Íslandi, ekki telja að hún muni hafa áhrif hér á landi. Hún lúti aðeins að uppbyggingu 5G-netsins í Evrópu, sem er ekki hafin hér á landi. „Ástæðan er sú að Ísland er ljósleiðaravæddasta land í heimi og þar sem mest er verið að byggja upp 5G í dag er þar sem ekki er búið að ljósleiðaravæða,“ segir Heiðar og bætir við að þetta tengist því ekki 2G, 3G, eða 4G-kerfunum. Heiðar hefur talað máli Huawei í íslenskum fjölmiðlum og ekki talið fyrirtækið þá öryggisógn sem látið er í veðri vaka. Hann telur ekki tilefni til að breyta þeirri afstöðu sinni, þrátt fyrir þessa nýjustu ákvörðun Vodafone, og nefnir þróunina í Evrópu máli sínu til stuðnings. „Boris Johnson og ríkisstjórninn ákvað í síðustu viku að láta ekki undan kröfum USA að banna Huawei. Það eru mörg kerfi frá Huawei í uppbyggingu í Englandi varðandi 5G og uppbygging þeirra hófst fyrir ári síðan,“ segir Heiðar. „Svíþjóð og Finnland eru þegar búin að kveikja á 5G kerfum frá Huawei og Danmörk er á leiðinni. Huawei er á 10 sinnum fleiri stöðum í Evrópu en helsti samkeppnisaðilinn, Ericsson.“Vísir er í eigu Sýnar Bretland Fjarskipti Huawei Tengdar fréttir Segja Færeyjar orðnar óvæntustu vígstöðvar deilna Bandaríkjanna og Kína Bandaríska blaðið New York Times segir að Færeyjar séu orðnar nýjustu vígstöðvarnar í köldu stríði sem nú geisar á milli Bandaríkjanna og Kína vegna tæknimála. Í stórri grein fjallar blaðið ítarlega um mál sem nýverið kom upp í Færeyjum og tengist uppbyggingu á 5G-samskiptaferi landsins. 21. desember 2019 20:00 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14 Norðmenn ætla ekki að úthýsa Huawei Yfirvöld Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Noreg, og fjölda annarra ríkja eins og Ísland, að úthýsa Huawei. 26. september 2019 11:24 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Vodafone Group hefur í hyggju að fjarlægja íhluti frá kínverska tæknirisanum Huawei úr kjörnum fjarskiptaneta sinna í Evrópu. Frá þessu greindi forstjóri Vodafone á blaðamannafundi í morgun. Ætlað er að taka muni um fimm ár að fjarlægja íhlutina og að það muni kosta Vodafone um 200 milljón evrur. Forstjóri Sýnar telur að þetta muni þó ekki snerta starfsemi Vodafone á Íslandi. Forstjóri Vodafone Group, Nick Read, sagði að ákvörðun fyrirtækisins mætti rekja til tveggja nýlegra vendinga. Annars vegar takmörkuðu bresk stjórnvöld á dögunum aðkomu Huawei að uppsetningu 5G-kerfisins þar í landi. Þannig er óheimilt að nota íhluti frá Huawei nærri herstöðvum og kjarnorkuverum. Auk þess má búnaður frá Huawei ekki vera í kjarna dreifikerfisins, þar sem öll helstu gögn flæða í gegn, á Bretlandseyjum. Var það gert vegna viðvarana, ekki síst frá bandarískum stjórnvöldum, um að Kína geti hagnýtt búnað Huawei til njósna eða annarra óeðlilegra afskipta. Hins vegar gaf Evrópusambandið nýlega út fyrirmæli, sem kölluð eru verkfærakista, um hvernig skuli standa að uppbyggingu 5G-netsins í Evrópu. Þar er til að mynda drepið á hættunni sem getur fylgt því að ríki verði of háð einum birgja, auk þess sem varað er við því að erlend ríki geti haft áhrif á 5G-kerfin með þrýstingi á framleiðendur búnaðarins. Þessi varúðarorð tóna óneitanlega við málflutning Bandaríkjastjórnar á síðustu misserum, sem varaforseti Bandaríkjanna viðhafði .d. á tröppum Höfða síðastliðið haust. Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar, sagði í samtali við Spegilinn að það megi óneitanlega greina bandarískan tón í verkfærakistu ESB. „Mér sýnist vera sammælst um það innan Evrópusambandsins að taka á þessum nýju hættum með þessum samræmda hætti,“ sagði Hrafnkell. Fyrrnefndur Nick Read segir að ákvörðunin um að fjarlægja Huawei-búnað úr kjörnum dreifikerfisins muni einna helst hafa áhrif á Spáni og í Austur-Evrópu. Ekki þurfi að ráðast í stórvægilegar aðgerðir í Bretlandi því Huawei-tækni sé ekki finna í þarlendum kjörnum. Hann nýtti tækifærið á blaðamannafundi í morgun til þess að hrósa breskum stjórnvöldum fyrir að fara ekki að tilmælum Bandaríkjanna og útiloka Huawei fullkomlega frá uppbyggingu 5G-kerfisins þar í landi. Nálgun Breta sé „byggð á staðreyndum“ og geri greinarmun á kjörnum og öðrum þáttum dreifikerfisins. Reid segist óttast að fyrirmæli Evrópusambandsins um að ríki reiði sig á marga birgja séu til þess fallin að hægja á uppbyggingu 5G-netsins í Evrópu. „Bandaríkin þjóta áfram, Kína þýtur áfram. Við megum ekki láta þessa uppbyggingu sitja á hakanum og því tel ég að þessar takmarkanir séu heftandi að þessu leyti.“ Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.Vísir/vilhelm Aðspurður um ákvörðun Vodafone í Evrópu segist Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar sem rekur Vodafone á Íslandi, ekki telja að hún muni hafa áhrif hér á landi. Hún lúti aðeins að uppbyggingu 5G-netsins í Evrópu, sem er ekki hafin hér á landi. „Ástæðan er sú að Ísland er ljósleiðaravæddasta land í heimi og þar sem mest er verið að byggja upp 5G í dag er þar sem ekki er búið að ljósleiðaravæða,“ segir Heiðar og bætir við að þetta tengist því ekki 2G, 3G, eða 4G-kerfunum. Heiðar hefur talað máli Huawei í íslenskum fjölmiðlum og ekki talið fyrirtækið þá öryggisógn sem látið er í veðri vaka. Hann telur ekki tilefni til að breyta þeirri afstöðu sinni, þrátt fyrir þessa nýjustu ákvörðun Vodafone, og nefnir þróunina í Evrópu máli sínu til stuðnings. „Boris Johnson og ríkisstjórninn ákvað í síðustu viku að láta ekki undan kröfum USA að banna Huawei. Það eru mörg kerfi frá Huawei í uppbyggingu í Englandi varðandi 5G og uppbygging þeirra hófst fyrir ári síðan,“ segir Heiðar. „Svíþjóð og Finnland eru þegar búin að kveikja á 5G kerfum frá Huawei og Danmörk er á leiðinni. Huawei er á 10 sinnum fleiri stöðum í Evrópu en helsti samkeppnisaðilinn, Ericsson.“Vísir er í eigu Sýnar
Bretland Fjarskipti Huawei Tengdar fréttir Segja Færeyjar orðnar óvæntustu vígstöðvar deilna Bandaríkjanna og Kína Bandaríska blaðið New York Times segir að Færeyjar séu orðnar nýjustu vígstöðvarnar í köldu stríði sem nú geisar á milli Bandaríkjanna og Kína vegna tæknimála. Í stórri grein fjallar blaðið ítarlega um mál sem nýverið kom upp í Færeyjum og tengist uppbyggingu á 5G-samskiptaferi landsins. 21. desember 2019 20:00 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14 Norðmenn ætla ekki að úthýsa Huawei Yfirvöld Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Noreg, og fjölda annarra ríkja eins og Ísland, að úthýsa Huawei. 26. september 2019 11:24 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Segja Færeyjar orðnar óvæntustu vígstöðvar deilna Bandaríkjanna og Kína Bandaríska blaðið New York Times segir að Færeyjar séu orðnar nýjustu vígstöðvarnar í köldu stríði sem nú geisar á milli Bandaríkjanna og Kína vegna tæknimála. Í stórri grein fjallar blaðið ítarlega um mál sem nýverið kom upp í Færeyjum og tengist uppbyggingu á 5G-samskiptaferi landsins. 21. desember 2019 20:00
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Heimila takmarkaða aðkomu Huawei að uppsetningu 5G Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þátttöku kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei við uppsetningu á 5G kerfi landsins, þó með ákveðnum takmörkunum. 28. janúar 2020 13:14
Norðmenn ætla ekki að úthýsa Huawei Yfirvöld Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Noreg, og fjölda annarra ríkja eins og Ísland, að úthýsa Huawei. 26. september 2019 11:24