Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 16:33 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skilaði gögnum vegna vinnustöðvunar til Reykjavíkurborgar og Ríkissáttasemjara í lok janúar. Vísir/vilhelm Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Fundurinn hófst klukkan 15 en var slitið um klukkustund síðar án niðurstöðu. Fyrirhuguð vinnustöðvun Eflingarfólks í borginni hefst því á miðnætti og stendur yfir allan morgundaginn. Verkfall morgundagsins verður sambærilegt því sem Efling blés til á þriðjudag. Þá lagði Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu niður störf frá hádegi til miðnættis. Vinnustöðvun þess hefst hins vegar klukkan 00:01 á morgun og stendur yfir til klukkan 23:59. Rétt eins og á þriðjudag má búast við mestri röskun á starfsemi leikskóla á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg fellur það oftast í hlut Eflingarfólks að opna og loka leikskólunum og því má gera ráð fyrir skerðingu á opnunartíma „í báða enda.“ Áhrif verkfallsins eru þó mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinuForeldrar leikskólabarna hafa fengið bréf frá skólastjórnendum þar sem áhrif vinnustöðvunarinnar eru útlistuð. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Hataði launin sín af öllu hjarta Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. 4. febrúar 2020 13:45 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. Fundurinn hófst klukkan 15 en var slitið um klukkustund síðar án niðurstöðu. Fyrirhuguð vinnustöðvun Eflingarfólks í borginni hefst því á miðnætti og stendur yfir allan morgundaginn. Verkfall morgundagsins verður sambærilegt því sem Efling blés til á þriðjudag. Þá lagði Eflingarfólk í leikskólum, velferðarþjónustu og sorphirðu niður störf frá hádegi til miðnættis. Vinnustöðvun þess hefst hins vegar klukkan 00:01 á morgun og stendur yfir til klukkan 23:59. Rétt eins og á þriðjudag má búast við mestri röskun á starfsemi leikskóla á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg fellur það oftast í hlut Eflingarfólks að opna og loka leikskólunum og því má gera ráð fyrir skerðingu á opnunartíma „í báða enda.“ Áhrif verkfallsins eru þó mismikil eftir leikskólum og ræðst það af hlutfalli Eflingarfólks í hverjum skóla.Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallinuForeldrar leikskólabarna hafa fengið bréf frá skólastjórnendum þar sem áhrif vinnustöðvunarinnar eru útlistuð. Gróflega má ætla að áhrifin verði mest í Breiðholti en minnst í Laugardal, sem skýrist af fleiri sérfræðimenntuðum leikskólakennurum í síðarnefnda hverfinu. Þá verður líka röskun á þjónustu velferðarsviðs borgarinnar, sem ætlað er að snerti um 1000 manns. Efling féllst þó á undanþágur til handa þeim einstaklingum sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þurfa á mestri þjónustu að halda; eins og fólk með fatlanir, aldraðir, börn og þeir einstaklingar sem þurfa að leita í gistiskýli borgarinnar. Hins vegar mun matarþjónusta, þrif og dagdvöl skerðast. Hjá Sorphirðunni frestast þjónusta sem og vetrarþjónusta eins og hálkuvarnir og snjóhreinsun. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er áætlað að undið verði ofan af áhrifum þeirrar vinnustöðvunar síðar í vikunni.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Hataði launin sín af öllu hjarta Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. 4. febrúar 2020 13:45 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00
Hataði launin sín af öllu hjarta Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. 4. febrúar 2020 13:45
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50