Sportpakkinn: Mourinho viðurkenndi að betra liðið hefði tapað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Heung-Min Son og Serge Aurier fagna sigurmarki Kóreumannsins. Getty/Charlotte Wilson Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan. Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Tottenham komst í gærkvöldi áfram í ensku bikarkeppninni eftir sigur í markaleik á nýja Tottenham leikvanginum. Arnar Björnsson skoðað mörkin úr leiknum og sýndi viðtal við knattspyrnustjórann Jose Mouriinho. Tottenham og Southampton mættust í endurteknum leik í 32ja liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1. Sofiane Boufal jafnaði metin í þeim leik þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Southampton aukaleik á Tottenham Hotspur Stadium. Tottenham byrjaði betur og eftir fína sókn skaut Tanguy Ndombele boltanum í Jack Stephens og Angus Gunn í markinu átti ekki möguleika á að verja. Jose Mourinho gerði 4 breytingar frá sigurleiknum gegn Manchester City í deildinni. Southampton hefur hægt og sígandi bætt stöðu sína í deildinni og er núna aðeins 6 stigum á eftir Tottenham. Sex mínútum eftir markið sendi James Ward-Prowse inn fyrir Tottenham vörnina, Danny Ings slapp í gegn en skaut í þverslá. Klippa: Sportpakkinn: Tottenham sló Southampton út úr enska bikarnum Þegar 11 mínútur voru til leikhlés jafnaði suðurstrandarliðið, Hugo Lloris varði skot Nathans Redman en Shane Long fylgdi á eftir og skoraði. Skömmu síðar meiddist Ward-Prowse eftir tæklingu við Ryan Sessegnon og var borinn af velli. Áfall fyrir dýrðlingana en Ward-Prowse er búinn að spila alla leiki liðsins í deildinni. Southampton var miklu betra liðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum, 1-1. Þegar 18 mínútur voru eftir kom glæsileg sókn gestanna. Nathan Redman tók mikinn sprett og sendi á Danny Ings sem skoraði með fínu skoti sem Hugo Lloris réði ekki við. Tottenham á erfiða rimmu fram undan við Leipzig í meistaradeildinni og líklega er bikarkeppnin besta tækifæri Spurs að vinna titil á árinu, þann fyrsta í 12 ár. Útlitið var dökkt en Lucas Moura hleypti spennu í leikinn þegar hann jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok. Góð samvinna Moura og Dele Alli. Brasilíumaðurinn fór illa með danska varnarmanninn, Jannik Vestergaard sem kom inná þegar Ward-Prowse meiddist. Portúgalinn Gedson Fernandes var arkitektinn að sigurmarki Tottenham. Fernandez brunaðí upp völlinn, sendi út til hægri á Dele Alli sem var fljótur að koma boltanum fyrir markið. Hinn eldljóti Heung-Min Son ætlaði að leika á Angus Gunn í markinu en féll við og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Kóreumaðurinn tók vítið og þrátt fyrir að Gunn veldi rétt horn skoraði Min Son og tryggði Tottenham sæti í 16 liða úrslitum. Sá kóreski er maður bikarkeppninnar, þetta var 11. mark hans í 19 leikjum. Spurs mætir Norwich á heimavelli í byrjun mars. Eftir leikinn sagði Jose Mourinho; „Ég verð að vera heiðarlegur, betra liðið tapaði í kvöld“. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir ofan.
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira